Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 59
51
í opinberri þjónustu eru sífellt gerðar kröfur um aukin gæði, meiri framleiðni og að
nýjustu þeldcingu og aðferðum sé beitt á öllum sviðum. í stefnu íslenskra stjórnvalda er lögð
áhersla á að upplýsingatæknin sé eitt af þeim verkfærum sem beita á til að mæta slíkum
kröfum. því skynsamleg notkun hennar í opinberri þjónustu geti bætt þjónustuna við al-
menning og aukið hagræði í rekstri. Nánar er kveðið á um hvemig það skuli gert í hverjum
málaflokki fyrir sig.
STAÐA ÍSLANDS
Island sem er örríki á hjara veraldar hefur mótað sér metnaðarfiilla stefnu um þróun upp-
lýsingasamfélags. Stefnan er samt raunsæ, því þegar við berum okkur saman við aðrar þjóðir
erum við í fremstu röð í nýtingu upplýsingatækninnar. í könnun sem Gallup gerði fyrir for-
sætisráðuneyti í september 1998 sést glöggt hversu virkir íslendingar eru á þessu sviði. Þar
kemur fram að urn 76% Islendinga á aldrinum 16-75 ára hefur aðgang að tölvu á heimili sínu,
í skóla eða á vinnustað. Intemetnotkun landsmanna vex hratt og skv. könnuninni vom um
37% með aðgang að Internetinu heima hjá sér. Og þeir sem höfðu Intemetaðgang notuðu
netið að meðaltali 2,9 klst. á viku.
FRAMKVÆMD STEFNUNNAR
í framhaldi af birtingu stefnunnar var mótaður farvegur fyrir framkvæmd hennar. í maí 1997
ákvað ríkisstjórnin að setja á stofn þróunarverkefni um íslenska upplýsingasamfélagið. Verk-
efnið stendur yfir í 5 ár, frá 1. september 1997 til 1. september 2002 og miðar að því að koma
stefnu og framtíðarsýn ríkisstjórnar Islands urn upplýsingasamfélagið í framkvæmd. Skipu-
lagning verkefnisins er með þeim hætti að forsætisráðuneyti fer með yfírstjóm þeirra þátta
sem Iúta að heildarsýn yfir framkvæmd stefnunnar og ber ábyrgð á samræmingu milli ráðu-
neyta. Ráðnir hafa verið tveir starfsmenn til að sinna þessu verkefni. Auk þess hefur forsætis-
ráðuneyti skipað verkefnisstjóm og komið á víðtæku samráði við aðila innan stjómsýslunnar
sem utan. Hér á eftir verður fjallað um nokkra hópa sem vinna að framkvæmd stefnunnar, sbr.
skipurit.
• Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélag. Verkefnisstjómin er skipuð fulltrúum
fjármála-, menntamála-, samgöngumála-, og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, auk
fulltrúa forsætisráðuneytis sem er formaður hennar. Verkefnisstjórn fjallar um fram-
kvæmd verkefna sem kreljast samræmingar milli ráðuneyta eða varða samfélagið í
heild. Hún ber ábyrgð á reglulegri heildarendurskoðun stefnunnar og metur árlega
þann árangur sem náðst hefiir. Eitt af mikilvægustu verkefnum verkefhisstjórnar er
að gera tillögur til ríkisstjómar um fjármögnun nýrra verkefna sem falla að stefnunni
um upplýsingasamfélagið.
• Ráðgjafanefnd (RUT-nefnd).
• Samráðshópur ráðuneyta og Alþingis.
• Samráðshópur sveitarfélaga, atvinnulífs, Iaunþega o.fl. aðila.
• Faghópar ráðuneyta.
• Nefnd um stjórnarráðsvef.
• Málaskrárnefnd.
• Ymsar aðrar nefndir og vinnuhópar.
Öllum má vera ljóst mikilvægi samstarfs um framkvæmd stefnunnar, þar sem ráðuneytin
eru lítils megnug ef sveitarfélögin, fyrirtækin í landinu og almenningur vinna ekki einnig að
sama markmiði. Margir málaflokkar sem miklu skipta um þróun upplýsingasamfélagsins eru á
hendi sveitarfélaga, eins og grunnskólinn og aimenningsbókasöfnin. Og ekki þarf að fjölyrða