Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 76
68
hér er aðeins um eina tilraun að ræða. Niðurstaða hennar mótast af forsendum og ytri skil-
yrðum sem hér má þó telja mjög lík því sem almennt gerist. Sá þáttur sem lækkað gæti er
hinn fasti. Gert er ráð fyrir að þurrkaðar séu 4-5 stíufyllingar á ári, en semrilega mætti ná
þeim fleiri. Tæknilega er vandalítið að súgþurrka korn, enda sé varmaorka til yljunar á
þurrkunarloftinu tiltæk. Hins vegar ræður aðfangaverð fýsileika aðferðarimiar.
4. tatla. Tilraun með súgþurrkun byggs - Hvanneyri i september 1998.
Stærö - þáttur Eining Gildi
Efni og vinna kr. 16.000
Rými þurrkunarstíu rrr’ 6,1
Rými þurrkunarstíu tonn korns 3,5
Þurret'ni korns viö hiröingu % 62,2
Þurrkunartími kornsins aö 85% klst 38
Hitastig útilofts - meöal °C 8,2
Rakastig útilofts - meöal % 90
Upphitun þurrkunarlofts - meðal °C 14,2
Þykkt kornstæðu í stíu cm 22
Loftmótstaða í kerfi og stæöu mmVS 14,5
Loftmagn frá blásara m'Vklst og t koms 3.600
Raforkunotkun (5 kr./kWst) kWst 95
Heitt vatn (90 kr./ m’) m'1 62
Kostnaður viö súgþurrkun kornsins
Breytilegur kostnaöur - án vinnu kr./kg 2,50
Vinna (800 kr./klst) kr./kg 0,40-0,51
Fastur kostnaður kr./kg 2,50-2,61
Samanlagöur kostnaöur kr./kg 5,40-5,61
IJM NIÐURSTÖÐIJRNAR
Hér hefur verið sagt frá frumathugunum á kornskurði og -verkun sem gerðar voru uppskeru-
árin 1997 og 1998. Þær snerta einkum súrkorn, en það er algengasta aðferð íslenskra bænda
við verkun byggs um þessar mundir. Innlendar og norskar fóðurtilraunir sýna að súrkom
reynist prýðilega við fóðrun mjólkurkúa og í surnu betur en þurrkorn (Sigríður Bjamadóttir
1997, Gunnar Ríkharðsson og Einar Gestsson 1998, Randby 1998). I sænslcri rannsókn
reyndist súrkornið hins vegar gefa 6% minni dagsnyt en þurrbyggið, með votheyi (Petterson
1998).
Kostnuóurinn
Kostnaður við kornskurð og -geymslu virðist nema kr. 4,00-4,50 á kg af geymsluþurru korni
við eðlilega nýtingu í geymslu; um það bil þrír fjórðu hlutar hans eru vegna kornskurðar en
aðeins fjórðungur vegna verkunar og geymslu. Hlutföllin sýna nauðsyn þess að vélvæða korn-
skurðinn með ítrustu hagsýni í huga. Kamia þarf hvernig tryggja má nægileg afköst við korn-
skurðinn, þ.e. hámarksnýtingu fjárfestingar í vélum, rannsaka veðurfæri til kornskurðar og
verkgæði við kornskurðinn (vélar, vinnubrögð) með hliðsjón af korntapi og þreskigæðum.
Vinnubrögd við verkun kornsins
Vafasamt er hvort til muni vera ódýrari og tæknilega einfaldari aðferð við verkun og geymslu
korns en sú sem flestir kornbændur nota nú: súrsun í stórsekkjum. Henni tengjast þó að
minnsta kosti tvennir annmarkar: