Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 174
166
Misjafnt var hversu lengi hver rúlla dugði en af 1. sláttutíma dugði hún í um tvo daga en
hinir sláttutímarnir lengur. Stundum fór svo að hætta varð að gefa úr rúllu sem staðið hafði
opin í marga daga vegna þess að hitna fór í henni. Ekki var mikið um myglu nema í rúllum
sem búið var að gata til þess að taka heysýni úr og varð að henda þessum myglublettum ffá.
Rúllurnar voru geymdar í milliganginum í fjósinu á Möðruvöllum eftir að byrjað var að gefa
úr þeim. Notaður var rafmagnsheyskeri til að skera sneiðar af rúllunum (af endanum) og var
hver sneið um 20 cm breið. Þannig var stubblengd minnkuð, en 3. sláttutími var verulega
grófur og úr sér sprottinn.
Við val á kjarnfóðurblöndu í tilraunina var fyrst og fremst tekið mið af áætluðum prótein-
þörfum og próteininnihaldi vallarfoxgrassins. Þess vegna var ákveðið að gefa frekar prótein-
ríka blöndu, með öllum sláttutímum, til þess að koma í veg fyrir of neikvætt próteinjafnvægi
þegar kýrnar voru á 3. sláttutímanum. Kjarnfóðrið sem notað var í tilraunina var Orkublanda
frá Fóðurvörudeild KEA á Akureyri. Það var blandað og sekkjað í einu lagi. Kjarnfóðurgjöf í
upphafl tilraunar var miðuð við nyt og aldur kúnna en dagsskammturinn var síðan minnkaður
um 250 g á viku. Um það bil 10 dögum áður en tilraunin hófst fengu kýrnar alla sláttutímana
til aðlögunar.
Mœlingar og sýnataka
Kýrnar voru einstaklingsfóðraðar og var gróffóðrið vigtað í þær fjórum sinnum í viku og
leifarnar einnig. Gjafasýni voru tekin úr hverri rúllu, þurrkuð og efnagreind. Sýni voru tekin
úr hverjum þurrheysbagga og safnað saman fyrir hvert tímabil í samsýni sem var þurrkað og
efnagreint. Kjarnfóðrið var vigtað fyrir hvern dag. Tekin voru sýni úr kjarnfóðri fyrir hvert
tímabii, þau þurrkuð og efnagreind. Niðurstöður efnagreininga hey- og kjamfóðursýna má sjá
í 3. töflu.
Hvert tímabil tók þrjár vikur og var litið á fyrstu viku hvers tímabils sem aðlögun að
nýjum sláttutíma, þannig að sú vika var eklci tekin með í uppgjör. I uppgjörsvikunum var
nytin mæld í tvo daga í hverri viku, lcvölds og morgna. Mjólkursýnum dagsins var blandað
saman í eitt sýni sem sent var til efnagreininga og innihélt 55% morgunmjólk og 45% kvöld-
mjólk.
Kýrnar voru vigtaðar einu sinni í viku alltaf á sama vikudegi og á svipuðum tima dags.
Ulreikningar
Við útreikninga á orlcu- og próteininnihaldi fóðursins, auk þarfaútreikninga, voru notaðar
jöfnur sem Iagaðar hafa verið að nýja fóðurmatskerfinu.
FE,„/kg þe. =((meltanl.lífr.efhisx36)x0,6x(l+(0,004x(q-57)))x0,9752)/1650
g AAT/kg þe. =(óniðurbr.fóð.pr.,gx0,65x0,82)+((meltanl.lífr.efnis-(0,93xhrápr.))xl,79)x0,7x0,85
g PBV/kg þe. =(hrápr.x|eysanl.hrápr.)/10-((meltanl.lífr.efnis-(0,93xhrápr.))xl,79)xO,85
Orkuþarfir voru reilaraðar út frá eftirfarandi jöfnum:
Orkuleiðrétt mjólk (OLM) =nyt,kgx(0,25+0,I22xfitu%+0,077xprótein%)
FE,„ til viðhalds = 0,0424xþungiOJ5
FE„, til framleiðslu =0,44xkg Mmj+0,0007293xkg Mmj2
Próteinþarfir:
g AAT á dag til viöhalds =3,25xþungi(l 7:>
g AAT á dag til framleiðslu =48xkg OLM
PBV var miðað við að væri 0 á fyrri hluta mjaltaskeiðs en -100 á seinni hluta mjaltaskeiðs.
Tölugildið 80 var notað fyrir leysanleika (niðurbrotsstuðull) hrápróteins í vallarfoxgras-
sýnunum. 60 í þurrheyssýnunum en 50 í kjamfóðri út frá samsetningu fóðurefna í blöndunni
og töflugildum (Förmiddeltabell for Husdyrkontrollen 1993, Gunnar Guðmundsson 1995).