Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 14
13
‚AÐ KJÓSA AÐ SLEPPA ÞVÍ‘
heiminum upp á eigin spýtur. Við þurfum líka táknræna forystu, og
því væri það að vera tilbúin til að fórna þessari olíu og skilja hana
eftir í jörðinni stórkostleg yfirlýsing til umheimsins.8
Tillaga McKibbens er djörf og þótt hún sé skiljanleg í ljósi þess sem mæl-
ingar gefa til kynna sýna viðbrögð áhorfenda ljóslega hversu fáránleg hún
er í núverandi markaðsumhverfi. Aðeins 5 af þeim 35 athugasemdum
sem gerðar voru við viðtalið á netinu eru jákvæðar, í hinum eru heilindi
McKibbens dregin í efa, hann sakaður um að vera „lobby-isti“ og hræsn-
ari sem hafi ferðast til Íslands með flugvél, og loks er hann ítrekað beðinn
um að bæta fyrir það fjárhagslega tap sem gert er ráð fyrir að tillaga hans
myndi hafa í för með sér.
Ólíkir hópar hafa þó tekið undir bón McKibbens og beitt svipuðum
rökum þegar þeir óska eftir að olían sé látin kyrr. Hópur sem kallar sig
Samstöðu gegn olíuvinnslu sendi frá sér yfirlýsingu um miðjan október
2013 sem birtist á umhverfisblogginu Grugg mánuði síðar, en fram að því
höfðu fjölmiðlar látið hana að öllu leyti framhjá sér fara. Höfundar yfirlýs-
ingarinnar draga athygli að niðurstöðum þá nýútkominnar skýrslu IPCC
og setja íslensku olíuleitina í samhengi við hnattræna hlýnun og afleiðing-
ar hennar, svo sem súrnun sjávar, bráðnun ísmassa og frekari öfgar í veðri,
og komast að þeirri niðurstöðu að í „ljósi þessarar afdráttarlausu skýrslu
[sé] ekki hægt að halda öðru fram en að áætlanir íslenskra stjórnvalda
ásamt örfáum eldhuga einstaklingum og fyrirtækjum um vinnslu olíu og
8 „Íslendingar eiga að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu“, Vísir, 5. maí 2013. McKib-
ben lætur eftirfarandi orð falla í sjónvarpsviðtalinu sem hægt er að nálgast á vefnum:
„What the world needs no more of is oil, we’ve got way more oil and gas and coal
than we can burn. If we’re ever going to do anything about stopping climate change
and slowing the acidification of the ocean, then we’ve got to leave oil in the ground.
So Iceland could do us all a huge favor by saying, ‘you know what? There might
be some oil there, but let’s leave it in the ground where it’s been for the last few
million years.’ The most important thing that Iceland could do would be to […]
provide a kind of model for the rest of the world and you’re starting to do that.
The drive to get off fossil fuel within the country is very important – to become
carbon neutral at some point would be a very good thing. But of course, Iceland’s
so small that that’s not going to save the world by itself. We also need symbolic
leadership, so say, to being willing to forgo that oil and leave it in the ground, that
would be a great statement to make to the rest of the world.“ Sótt 21. nóvember
2015: http://www.visir.is/islendingar-eiga-ad-haetta-vid-oliuleit-a-drekasvaedinu/
article/2013130509553.