Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 51
50
fyrirtækisins „Okkar boð til þín“41 er nýtt vefverkefni þeirra, Living
ClimateChange.com, kynnt samhliða almennri fræðslu um fyrirtækið
og stefnu þess. Í þessu nær tveggja mínútna langa myndskeiði talar Tim
Brown, framkvæmdastjóri IDEO, beint til áhorfenda þó hann breytist
einnig í teiknaða útgáfu af sjálfum sér og leiði áhorfendur gegnum ýmsar
teikningar af hönnunarlausnum fyrirtækisins. Undir hljómar glaðleg tón-
list þótt tregafullir fiðlutónar heyrist við og við. Í kynningarmyndbandinu
talar Brown um mikilvægi hönnunar þegar kemur að því að takast á við
vandamál líkt og loftslagsbreytingar. Hann staðhæfir að þjóðir heims ætli
að skera 80% af kolefnislosun sinni fyrir árið 2050 og hönnun sé mik-
ilvæg til þess að skapa þennan nýja sjálfbæra heim. Vefsíðan sem kynnt er í
myndbandinu á að vera vettvangur umræðna um þessar breytingar.
Myndskeið General Motors er nánar tiltekið auglýsing fyrir vöru-
merkið Chevrolet og kynnir rafmagnsbíla og sparneytna bíla, auk þess
sem auglýsingin lýsir því hvernig fyrirtækið fjárfesti í verkefnum tengd-
um endurnýjanlegri orku, orkusparnaði og skógrækt. Myndskeiðið sem
ber titilinn „Chevrolet geimskipið Jörð“42 hefst úti í geimnum þar sem
sjónum er beint að jörðinni áður en áhorfandi fær að fylgjast með bíl aka
um fallegt landslag í bland við sýnishorn af skóglendi og mergð vind-
mylla. Auglýsingin endar á skoti af Chevrolet-merkinu, þar sem bíllinn,
með merkið fremst á vélarhlífinni, staðnæmist rétt fyrir framan linsuna.
Í myndskeiðinu má hlýða á leikandi píanótónlist og hressilegt gítarspil. Í
upphafi þess er vísað til loftslagsbreytinga með því að birta mynd af gufu
sem streymir úr stórum reykháf undir orðunum „við erum að læra að það
sem gerist á einum stað á [jörðinni] hefur áhrif á okkur öll“ (sjá mynd
4).43 Sú staðreynd að loftslagsbreytingar eru ekki nefndar á nafn heldur
aðeins vísað til þeirra með myndmáli sýnir meðvitund framleiðanda um
þá mótsögn sem felst í því að kynna bíl sem lausn við loftslagsvandanum.
Gera má ráð fyrir því að ástæðan fyrir því að framleiðendur auglýsing-
arinnar forðast að nefna loftslagsbreytingar sé til þess að skapa ekki of
beina tengingu milli bíla og loftslagsbreytinga, því slík hugrenningatengsl
41 IDEO, „Our invitation to you“, kynning á verkefninu LivingClimateChange.com,
Vimeo.com, útgefið 23. september 2009, síðast sótt 30. janúar 2016 af http://vimeo.
com/6720824.
42 Goodby, Silverstein & Partners, „Chevrolet Spaceship Earth“, Chevrolet, öll rétt-
indi áskilin General Motors, YouTube.com, útgefið á vefnum 16. febrúar 2011, sótt
síðast 30. janúar 2016, af https://www.youtube.com/watch?v=g0rHPu2d8xA.
43 “[...] we are learning that what happens in one part of [the Earth] affects all of us”.
Sama heimild.
MaGnúS ÖRn SiGuRðSSon