Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 82

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 82
81 irfylgdarinnar, en samstaða hin samfélagslega. Áður en lengra er haldið vil ég fara örfáum orðum um þrjú guðfræðileg og siðfræðileg stef sem mikið ber á í því efni sem skoðað verður hér á eftir. Mest áberandi í hinni trúar- legu, félagsiðfræðilegu orðræðu er réttlætisstefið (e. justice) enda umfjöllun um réttlæti Guðs og réttlát tengsl milli Guðs og manna víða mjög áber- andi í Biblíunni. Þrenns konar réttlætisskilning má greina í efninu sem skoðað verður hér á eftir: réttlæti milli þjóða, réttlæti milli kynslóða og réttlæti milli manna. Í réttlætisumfjölluninni er oft talað um hina fátæku, í merkingunni þeir sem harðast verða úti vegna afleiðinga loftslagsbreyt- inga. Umhyggja og miskunn í garð hinna fátæku verður því að skoða í bæði bókstaflegri og yfirfærði merkingu. Kristin loftslagsorðræða vísar oftar en ekki til réttlátra tengsla mannsins við sköpunarverk (e. creation ) Guðs. Sköpunarverkið er annað lykilhugtak sem flestir guðfræðingar og trúarleiðtogar nota til að vekja virðingu fyrir jörðinni.34 Sköpunarverkið er ekki það sama og jörðin eða náttúran, en felur hvort tveggja í sér. Í trúarlegri loftslagsorðræðu er jörðin sögð ómet- anleg vegna þess að hún er gjöf Guðs til manna. Því beri að líta á hana sem meðbróður og jafningja sem auðsýna skuli kærleika, miskunn og virðingu. Til að ítreka gildi náttúrunnar og virðingu fyrir henni er sjaldnast farin sú leið að tala einvörðungu um sjálfstætt gildi náttúrunnar heldur öðl- ast sköpunarverkið gildi sitt fyrir þá staðreynd að Guð er höfundur þess. Náttúran er ekki dýrmæt í sjálfri sér, heldur af því að Guð hefur skapað hana. Þannig birtir efnið bæði náttúrusýn og mannskilning sem er vel þekktur innan kristinnar náttúrusiðfræði: Maðurinn er skapaður af Guði og það er jörðin og náttúran einnig. Hin siðferðilega ályktun sem dregin er af þessari staðhæfingu er sú að maðurinn sé bróðir, jafningi og vinur náttúrunnar og alls sem lifir á jörðinni. Enn er ótalið eitt þekktasta stef kristinnar náttúrusiðfræði, ekki síst innan mótmælendaguðfræði, en það er ráðsmannsstefið (e. stewardship) sem tengist hugmyndinni um jörðina sem aldingarð Guðs.35 Garðurinn og sér jafnaðar-, góðvildar- og réttlætishugsun. Sjá t.d. Dietrich Bonhoeffer, The Cost of Discipleship, London: SCM Press, 1948, [1937]; Reinhold Niebuhr, The Nature and Destiny of Man. A Christian Interpretation. Human Nature, Louisville: Westminster John Knox, 1996, [1941]; og Reinhold Niebuhr, Moral Man and Immoral Society. A Study in Ethics and Politics, New York: Charles Scribner’s Sons, 1960. 34 Sjá t.d. Jürgen Moltmann, God in Creation. A New Theology of Creation and the Spirit of God. The Gifford Lectures 1984–1985, Minneapolis: Fortress Press, 1993. 35 Lútherskir guðfræðingar hafa byggt á ítarlegum skrifum Lúthers sjálfs um stöðu mannsins sem trús og dyggs ráðsmanns í garði Drottins, sbr. Luthers’s Works. Lect- TRú OG LOFTSLAGSBREYTINGAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.