Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 82
81
irfylgdarinnar, en samstaða hin samfélagslega. Áður en lengra er haldið vil
ég fara örfáum orðum um þrjú guðfræðileg og siðfræðileg stef sem mikið
ber á í því efni sem skoðað verður hér á eftir. Mest áberandi í hinni trúar-
legu, félagsiðfræðilegu orðræðu er réttlætisstefið (e. justice) enda umfjöllun
um réttlæti Guðs og réttlát tengsl milli Guðs og manna víða mjög áber-
andi í Biblíunni. Þrenns konar réttlætisskilning má greina í efninu sem
skoðað verður hér á eftir: réttlæti milli þjóða, réttlæti milli kynslóða og
réttlæti milli manna. Í réttlætisumfjölluninni er oft talað um hina fátæku,
í merkingunni þeir sem harðast verða úti vegna afleiðinga loftslagsbreyt-
inga. Umhyggja og miskunn í garð hinna fátæku verður því að skoða í
bæði bókstaflegri og yfirfærði merkingu.
Kristin loftslagsorðræða vísar oftar en ekki til réttlátra tengsla mannsins
við sköpunarverk (e. creation ) Guðs. Sköpunarverkið er annað lykilhugtak
sem flestir guðfræðingar og trúarleiðtogar nota til að vekja virðingu fyrir
jörðinni.34 Sköpunarverkið er ekki það sama og jörðin eða náttúran, en
felur hvort tveggja í sér. Í trúarlegri loftslagsorðræðu er jörðin sögð ómet-
anleg vegna þess að hún er gjöf Guðs til manna. Því beri að líta á hana sem
meðbróður og jafningja sem auðsýna skuli kærleika, miskunn og virðingu.
Til að ítreka gildi náttúrunnar og virðingu fyrir henni er sjaldnast farin
sú leið að tala einvörðungu um sjálfstætt gildi náttúrunnar heldur öðl-
ast sköpunarverkið gildi sitt fyrir þá staðreynd að Guð er höfundur þess.
Náttúran er ekki dýrmæt í sjálfri sér, heldur af því að Guð hefur skapað
hana. Þannig birtir efnið bæði náttúrusýn og mannskilning sem er vel
þekktur innan kristinnar náttúrusiðfræði: Maðurinn er skapaður af Guði
og það er jörðin og náttúran einnig. Hin siðferðilega ályktun sem dregin
er af þessari staðhæfingu er sú að maðurinn sé bróðir, jafningi og vinur
náttúrunnar og alls sem lifir á jörðinni.
Enn er ótalið eitt þekktasta stef kristinnar náttúrusiðfræði, ekki síst
innan mótmælendaguðfræði, en það er ráðsmannsstefið (e. stewardship) sem
tengist hugmyndinni um jörðina sem aldingarð Guðs.35 Garðurinn og
sér jafnaðar-, góðvildar- og réttlætishugsun. Sjá t.d. Dietrich Bonhoeffer, The Cost of
Discipleship, London: SCM Press, 1948, [1937]; Reinhold Niebuhr, The Nature and
Destiny of Man. A Christian Interpretation. Human Nature, Louisville: Westminster
John Knox, 1996, [1941]; og Reinhold Niebuhr, Moral Man and Immoral Society. A
Study in Ethics and Politics, New York: Charles Scribner’s Sons, 1960.
34 Sjá t.d. Jürgen Moltmann, God in Creation. A New Theology of Creation and the Spirit
of God. The Gifford Lectures 1984–1985, Minneapolis: Fortress Press, 1993.
35 Lútherskir guðfræðingar hafa byggt á ítarlegum skrifum Lúthers sjálfs um stöðu
mannsins sem trús og dyggs ráðsmanns í garði Drottins, sbr. Luthers’s Works. Lect-
TRú OG LOFTSLAGSBREYTINGAR