Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Side 140
139
dýrasögur í Survival: A thematic guide to Canadian literature (1972) bendir
Margaret Atwood enn fremur á hversu einstakt sjónarhorn er til staðar
innan slíkra sagna, þar sem höfundarnir reyna að opna fyrir sjónarhorn
dýrsins, í stað þess að viðhalda hinni ráðandi sýn mannsins.11 Þótt þetta
eigi reyndar ekki við um alla dýrasagnahöfunda, þá er dýrslega afstað-
an gangandi þema í hinni „raunsæju“ dýrasögu. Jafnvel þegar um ræðir
frásögn sem á sér stað utan við sjónarhól dýrsins, þá eru huglæg veröld og
innra líf lífverunnar iðulega í fyrirrúmi sögunnar, sem gerir það að verkum
að hið dýrslega ástand verður þungamiðjan á meðan hið mannlega ástand
er einungis í aukahlutverki. Þetta er í beinni andstöðu við hefðbundna
symbólska eða allegoríska framsetningu á dýrum í bókmenntasögunni.
Roberts sá þessa nýju tegund skáldlegra dýra sem hápunkt ólíkra
áhrifavalda og færði rök fyrir því að dýrasagan væri „á einn eða annan hátt
jafngömul bókmenntunum“.12 Hann rakti uppruna hennar aftur til elstu
listsköpunar forsögulegra tíma og taldi dýrasagnalistina vera náskylda
hellamálverkunum. Roberts lýsir fjörmikilli senu þar sem elstu dýrasagna-
þulirnir spunnu fyrstu dýrasögurnar um vel heppnaða veiði eða örvænt-
ingarfullan flótta og færir rök fyrir því að umfram allt megi gera ráð fyrir
því að þessar sögur hafi verið sannfærandi og raunsæislegar í framsetningu
á sjálfum dýrunum. „Fyrsti gagnrýnandinn“, skrifar Roberts, „sama hversu
dramblátur hann kann að hafa verið, hefði átt erfitt með að setja út á
trúverðugleika sagnanna“.13 Það er ekki fyrr en síðar, samkvæmt Roberts,
að siðferðishugmyndir verða hluti af dýrasögunni og skapa það sem við
þekkjum nú sem dæmisögur. Á meðan elstu athugendur neyddust til að
grannskoða allar hliðar dýralífsins á raunsæislegan máta, einfaldlega til
þess að geta lifað með þeim, þá umbreyttist skilningur mannfólks á öðrum
dýrum jafnt og þétt samhliða þéttbýlisþróuninni, þar sem mannkynið tók
að búa í borgum og aðgreina sig frá öllu því „villta“ í kring. Roberts held-
ur því fram að forsögulegt fólk hafi lagt áherslu á mikilvægustu eða mest
áberandi þætti ákveðinna dýrategunda til að geta fylgst með og brugðist
við þeim á praktískan máta. Til að einfalda samskiptin á milli tegundanna
sjónarmið eða hið dýrslega ástand og þannig brotið upp tálsýn mannmiðjunnar.
Sjá nánar þriðju og fjórðu hluta ritgerðarinnar, „A Tale of Two Stories“ og „Fluid
Realities“.
11 John Sandlos, „From Within Fur and Feathers: Animals in Canadian Literature“,
bls. 74, sem vísar til Margaret Atwood, Survival: A thematic guide to Canadian literat-
ure, Toronto: Anansi, 1972, bls. 74.
12 Charles G.D. Roberts, The Kindred of the Wild, bls. 15.
13 Charles G.D. Roberts, The Kindred of the Wild, bls. 16.
RAUNSÆISDÝR OG NÁTTúRUVÍSINDASKÁLDSKAPUR