Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 140

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 140
139 dýrasögur í Survival: A thematic guide to Canadian literature (1972) bendir Margaret Atwood enn fremur á hversu einstakt sjónarhorn er til staðar innan slíkra sagna, þar sem höfundarnir reyna að opna fyrir sjónarhorn dýrsins, í stað þess að viðhalda hinni ráðandi sýn mannsins.11 Þótt þetta eigi reyndar ekki við um alla dýrasagnahöfunda, þá er dýrslega afstað- an gangandi þema í hinni „raunsæju“ dýrasögu. Jafnvel þegar um ræðir frásögn sem á sér stað utan við sjónarhól dýrsins, þá eru huglæg veröld og innra líf lífverunnar iðulega í fyrirrúmi sögunnar, sem gerir það að verkum að hið dýrslega ástand verður þungamiðjan á meðan hið mannlega ástand er einungis í aukahlutverki. Þetta er í beinni andstöðu við hefðbundna symbólska eða allegoríska framsetningu á dýrum í bókmenntasögunni. Roberts sá þessa nýju tegund skáldlegra dýra sem hápunkt ólíkra áhrifavalda og færði rök fyrir því að dýrasagan væri „á einn eða annan hátt jafngömul bókmenntunum“.12 Hann rakti uppruna hennar aftur til elstu listsköpunar forsögulegra tíma og taldi dýrasagnalistina vera náskylda hellamálverkunum. Roberts lýsir fjörmikilli senu þar sem elstu dýrasagna- þulirnir spunnu fyrstu dýrasögurnar um vel heppnaða veiði eða örvænt- ingarfullan flótta og færir rök fyrir því að umfram allt megi gera ráð fyrir því að þessar sögur hafi verið sannfærandi og raunsæislegar í framsetningu á sjálfum dýrunum. „Fyrsti gagnrýnandinn“, skrifar Roberts, „sama hversu dramblátur hann kann að hafa verið, hefði átt erfitt með að setja út á trúverðugleika sagnanna“.13 Það er ekki fyrr en síðar, samkvæmt Roberts, að siðferðishugmyndir verða hluti af dýrasögunni og skapa það sem við þekkjum nú sem dæmisögur. Á meðan elstu athugendur neyddust til að grannskoða allar hliðar dýralífsins á raunsæislegan máta, einfaldlega til þess að geta lifað með þeim, þá umbreyttist skilningur mannfólks á öðrum dýrum jafnt og þétt samhliða þéttbýlisþróuninni, þar sem mannkynið tók að búa í borgum og aðgreina sig frá öllu því „villta“ í kring. Roberts held- ur því fram að forsögulegt fólk hafi lagt áherslu á mikilvægustu eða mest áberandi þætti ákveðinna dýrategunda til að geta fylgst með og brugðist við þeim á praktískan máta. Til að einfalda samskiptin á milli tegundanna sjónarmið eða hið dýrslega ástand og þannig brotið upp tálsýn mannmiðjunnar. Sjá nánar þriðju og fjórðu hluta ritgerðarinnar, „A Tale of Two Stories“ og „Fluid Realities“. 11 John Sandlos, „From Within Fur and Feathers: Animals in Canadian Literature“, bls. 74, sem vísar til Margaret Atwood, Survival: A thematic guide to Canadian literat- ure, Toronto: Anansi, 1972, bls. 74. 12 Charles G.D. Roberts, The Kindred of the Wild, bls. 15. 13 Charles G.D. Roberts, The Kindred of the Wild, bls. 16. RAUNSÆISDÝR OG NÁTTúRUVÍSINDASKÁLDSKAPUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.