Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Síða 164
163
skurð árið 1949.75 Á milli áranna 1949 og 1988 hækkar talan hins vegar úr
84 og upp í 335 og þótt Keyguide hafi aldrei verið endurútgefin, þá kæmi
ekki á óvart að hinn gríðarlegi áhugi á heimspekilegum dýrafræðum á síð-
asta aldarfjórðungi myndi fylla annað bindi. Hin svo kallaða „dýraspurn-
ing“ hefur sannarlega náð aftur inn í fræðilega og almenna umræðu á síð-
ustu árum, en hvað með raunsæislegu dýrasögurnar? Dýrasiðfræði er aftur
orðin gild og virðuleg fræðigrein, en dýraskáldskapur er enn mestmegnis
fastur innan barnamenningar og ekki tekinn alvarlega af eldri lesendum.76
Önnur möguleg skýring á hvarfi dýrasögunnar er sú að samfélag sem
byggir hefðir sínar og að vissu leyti tilvist á rányrkju dýra hafi ekki viljað
horfa of djúpt í augu annarra dýra til langframa. Kannski gátu vinsæld-
ir raunsæislegra dýrasagna aldrei orðið annað en tískubóla, dæmd til að
leysast upp um leið og lesendurnir áttuðu sig á að samkennd með öðrum
dýrum myndi óumflýjanlega leiða til siðferðislegra þversagna og krísu í
daglegu lífi. Að líta framan í dýrið, augliti til auglitis og opna hugann fyrir
sjónarmiði þess felur í sér að veita dýrinu virðingu sem sjálfstæðri veru og
innan slíks samhengis verður mun erfiðara að níðast á því. Kannski voru
sögurnar einfaldlega of raunsæislegar fyrir samfélagið, of sterk beinteng-
ing við meðvitund dýra sem mannmiðjumenningin hefur eytt árþúsundum
í að loka fyrir. Líklega var hvarf dýrasögunnar blanda af báðum: hinni
almennu hliðrun í átt að mennskum vandamálum í skugga styrjaldanna og
erfiðleikanna sem fylgja því að taka innra líf annarra dýra alvarlega.
Markmið doktorsritgerðarinnar sem grein þessi er smíðuð úr er m.a. að
vekja athygli á þessum lítt þekkta geira innan bókmenntasögunnar og færa
rök fyrir mikilvægi dýrasagna sem alvarlegrar menningarafurðar; ýta undir
róttækan lestur á þeim í samhengi við mannmiðjuhugsun okkar samtíma.
Umfram allt er ritgerðin þó tilraun til að opna fyrir umbreytingarmátt
75 Ovid, „The doctrines of Pythagoras,“ í Metamorphoses, XV, línur 60-478, þýðandi
A. D. Melville, Oxford: Oxford University Press, 1986; og George Bernard Shaw,
Shaw on vivisection, ritstjóri G. H. Bowker. London: George Allen and Unwin,
1949. Samkvæmt Charles R. Magel, Keyguide, bls. 71 og 94.
76 Doktorsritgerð mín er m.a. skrifuð út frá samhengi dýrasiðfræðinnar og hugsuð
sem innlegg í þá umræðu, auk þess sem henni er ætlað að vera viðbót við menn-
ingarlega umræðu. Fyrstu kaflarnir fara ítarlega út í afstöðu mína til málefna dýra í
samfélaginu og gera grein fyrir pólitísku markmiði ritgerðarinnar: að bæta samband
manna og dýra, sem ég tel vera bæði brenglað og skaðlegt út frá mannhverfri
hugsun nútímasamfélags. Dýrasagan er þannig skoðuð sem ákveðið mótvægi gegn
almennri hugsun um önnur dýr, því hún býður upp á veraldarsýn sem tekur mið
af ólíkum sjónarhornum og hagsmunum ólíkra tegunda – jafnt mennskum sem
öðrum.
RAUNSÆISDÝR OG NÁTTúRUVÍSINDASKÁLDSKAPUR