Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 193
192
grein yrði til þess að vekja áhuga fræðimanna á frekari rannsóknum á 17.
öld. Eins og fram hefur komið varpa reikningarnir ljósi á hvernig Ísland
var stjórnsýslulega tengt Danmörku sem eitt af lénum konungs. Þeir sýna
vinnubrögð við endurskoðun lénsreikninga og uppgjör lénsmanns auk
þess að veita upplýsingar um tekjur konungs af landinu og útgjöld hans og
í hverju tekjurnar og gjöldin fólust.
ú T D R Á T T U R
Lénsreikningur reikningsárið 1647–1648
Upplýsingar um tekjur og gjöld Danakonungs af léninu Íslandi
árið 1647–1648 og umfjöllun um endurskoðun lénsreikninga
í rentukammeri og uppgjör konunglegs fógeta
Ísland var eitt af lénum Danakonungs á árunum 1541–1683 þegar amtsskipan komst
á og hafði sömu skyldur og önnur lén. Við siðaskiptin jukust tekjur konungs af land-
inu enda eignaðist konungur allar jarðeignir kirkjunnar, þ.e. klaustraeignir, auk jarð-
eigna biskupanna Ögmundar Pálssonar og Jóns Arasonar og sona hans. Æðsta full-
trúa konungs í léninu Íslandi bar að skila inn til rentukammers reikningi yfir tekjur
og gjöld af því. Var það eins og gera þurfti í öðrum lénum konungs og þar voru
reikningarnir endurskoðaðir. Sérstaklega er skoðaður reikningur ársins 1647–1648
en á árunum 1645–1648 var landið svokallað reikningslén en slíkt lén var veitt gegn
föstum launum og árlega gerður reikningur yfir allar vissar tekjur og óvissar. Á þeim
árum var Jens Søffrensen æðsti yfirmaður landsins. Hann var borgari í Kaupmanna-
höfn og hafði embættistitilinn fógeti eða konunglegur fógeti.
Í greininni er leitast við að varpa ljósi á hvers konar heimild lénsreikningur í
reikningsléni er. Reikningurinn er ekki túlkaður í hefðbundum skilningi heldur því
svarað hvaða upplýsingar felast í honum um tekjur og gjöld af léninu og vakin á þann
hátt athygli fræðimanna á að nýta sér reikningana en þeir hafa hingað til lítið verið
notaðir við rannsóknir. Lénsreikningarnir varpa t.d. ljósi á hvernig Ísland var stjórn-
sýslulega tengt Danmörku sem eitt af lénum konungs, þeir sýna bókhaldsaðferðir
þessa tíma og fram kemur hvaða tekjur konungur hafði af landinu, t.d. í fiski, kjöti,
vaðmáli og mannskap við útgerðina auk tekna af jarðeignum um allt land, þó eink-
um í Gullbringusýslu. Við endurskoðunina í rentukammeri voru oft gerðar sam-
lagningarvillur og svo virðist sem hún hafi skilað litlu aukalega í vasa konungs. Bent
er á að gildi endurskoðunarinnar var frekar að hún fór fram og að sýna þurfti fram á
sannleiksgildi með fylgiskjölum og undirskrift lénsmanns eða konunglegs fógeta.
Engin niðurstöðutala er í reikningnum 1647–1648 hvorki varðandi tekjur né gjöld
og er því erfitt að reikna út hverjar tekjur konungs voru raunverulega af léninu
enda þessar upplýsingar ýmist gefnar upp í peningum, vörum, skepnum og mann-
skap t.d. þeirra sem réru á bátum konungs. Gróft er þó hægt að áætla tekjurnar
KRiSTjana KRiSTinSdóTTiR