Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 198

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 198
197 sjálf.6 Í öðru lagi má hér sjá að yfirlýsingin um ljóðagerð eftir Auschwitz til- heyrir lýsingu Adornos á sögulegu ferli þjóðfélagsmótunar, breytt staða ljóðs- ins er aðeins ein birtingarmynd þess sem hann kallar „lokastigið í díalektík menningar og villimennsku“ og til að skilja fullyrðingu hans er nauðsynlegt að horfa til hins víðara samhengis. Til að bregðast við þeirri spurningu hvers vegna ljóðlistin ratar inn í umræðuna á jafn afdrifaríkum tímapunkti í röksemdafærslu Adornos er gagn- legt að huga nánar að sérstöðu ljóðlistarinnar í heimspekilegri fagurfræði hans. Ljóðið gegnir hér mikilvægu hlutverki sem hinsta vígi sannferðugrar og ein- staklingsbundinnar reynslu, þar sem hugveran getur fundið einskonar athvarf í hlutgerðri menningu nútímans. Í þekktri ræðu komst Adorno þannig að orði að „með andstöðu sinni færi ljóðið í orð draum um heim þar sem hlutirnir væru öðruvísi“ og „fjarlægð þess frá tilverunni eins og hún er“ verði að „mæli- kvarða á hve ósönn hún er og svikul“.7 Ljóðið verður þannig að vettvangi milliliðalausrar reynslu þar sem hugveran sleppur undan nauðung samfélags- ins fyrir utan, en um leið undirstrikar Adorno að hugmyndin um hreinleika ljóðsins og krafan um „hið óspjallaða orð“8 eru sem slík af samfélagslegum toga, innan samfélagsins skapast þörf fyrir vettvang sannferðugrar reynslu um leið og henni hefur verið úthýst úr samfélaginu í krafti hlutgervingar og mark- aðsvæðingar. Þessi sýn á ljóðið endurómar í fullyrðingu Adornos um ljóðagerð eftir Auschwitz. Í síðari skrifum greip Adorno upp fullyrðinguna um ljóðagerð eftir Auschwitz frá ólíkum sjónarhornum, en einna athyglisverðust er umræðan í greininni „Ist die Kunst heiter?“ („Er listin glaðvær?“). Þar virðist Adorno að nokkru leyti draga í land: „Setningin um að ekki sé hægt að skrifa ljóð eftir Auschwitz á ekki við skilyrðislaust, en vegna þess að mögulegt var að yrkja eftir Auschwitz og það verður áfram mögulegt um ókomna tíð, á hún vissulega við að því leyti að ekki er lengur hægt að ímynda sér neina glaðværa list.“9 Tilvitnunin sýnir ekki aðeins að dómurinn um ljóðlistina í fyrri greininni tekur í raun til listsköpunar í víðara samhengi, heldur einnig að Adorno hefur hér einkum í huga það sem hann nefnir glaðværa list – ljóðið getur ekki lengur 6 Sjá: Klaus Hofmann, „Poetry after Auschwitz – Adorno’s Dictum“, German Life and Letters, 1/2005, bls. 182–194, hér bls. 182–183. 7 Theodor W. Adorno, „Ræða um ljóðlist og samfélag“, þýð. Benedikt Hjartarson og Jón Bjarni Atlason, Ritið 2/2011, bls. 183–204, hér bls. 191. 8 Sama rit, bls. 191. 9 Theodor W. Adorno, „Ist die Kunst heiter?“ Gesammelte Schriften, 11. bindi: Noten zur Literatur, ritstj. Rolf Tiedemann, Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1997, bls. 599–606, hér bls. 603. MENNINGARGAGNRÝNI OG SAMFÉLAG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.