Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 207
206
Nietzsches og loks til postula kenningarinnar um afstöðu afstöðunnar
vegna, er sprottin af aukinni sjálfsvitund menningarinnar en um leið af
kröftugri og rökréttri mótstöðu hennar við þá vaxandi villimennsku sem
fylgir drottnunarvaldi hagkerfisins. Það sem virðist vera hnignun menn-
ingarinnar er í raun leið hennar að hreinni sjálfsvitund. Menningin verður
aðeins tilbeðin þegar hún er hlutlaus og hlutgerð. Blætisdýrkunin dregst
að ríki goðsagnarinnar. Allt frá fornöld til vafasamrar og nú uppgufaðrar
hlýju hinnar frjálslyndu aldar hafa menningargagnrýnendur jafnan komist
í vímu frammi fyrir skurðgoðum sem mitt í ferli hnignunarinnar minntu
á upprunann. Menningargagnrýnin rís upp gegn æ eindregnari innlimun
allrar vitundar í hið efnislega framleiðslukerfi án þess að sjá í gegnum það
og þess vegna horfir hún um öxl, heilluð af fyrirheitinu um milliliðalaust
líf. Það er hennar eigið þyngdarafl sem knýr hana til þess, ekki aðeins skip-
an sem stendur í vegi hennar og reynir með yfirlýsingum um afmennskun
og framfarir að breiða yfir alla þá afmennskun sem menningargagnrýnin
getur af sér. Aðgreining andans frá efnislegri framleiðslu hefur hann vissu-
lega á stall en hún gerir hann um leið, í vitund almennings, að blóraböggli
fyrir ódæðin sem hrint er í framkvæmd. Upplýsingin sem slík, ekki sem
verkfæri raunverulegs drottnunarvalds, er dregin til ábyrgðar: af þessu
sprettur rökleysi menningargagnrýninnar. Um leið og hún hefur losað
andann úr díalektísku sambandi hans við efnisleg skilyrði, lítur hún ein-
hlítt og fortakslaust á hann sem örlagadóm og grefur undan getu hans til
andmæla. Menningargagnrýnandanum er meinað að skilja að hlutgerv-
ing lífsins sjálfs sé afleiðing of lítillar fremur en of mikillar upplýsingar
og að limlesting mannkynsins í krafti sérhagsmunarökvísi samtímans sé
smánarblettur algjörrar órökvísi. Í augum hinnar blinduðu menningar-
gagnrýni væri uppræting hennar ávísun á ringulreið og myndi fela í sér
afnám aðgreiningarinnar í líkamlega og andlega vinnu. Frá sjónarhóli þess
sem upphefur reglu og formfestu, af hvaða tagi sem er, verður steingerð
aðgreiningin að frum-mynd [Urbild] hins eilífa. Menn sjá dauðadóm í
möguleikanum á að banvæn sundurliðun samfélagsins gæti liðið undir
lok: fremur kjósa þeir allsherjar tortímingu en að mannkynið bindi endi á
hlutgervinguna. Óttinn við þetta samrýmist hagsmunum þeirra sem eiga
sitt undir því að fyrirheitið um efnisleg gæði sé áfram svikið. Í hvert skipti
sem menningargagnrýnin fárast yfir efnishyggjunni styrkir hún mann-
inn í þeirri trú að syndin sé fólgin í löngun hans í neysluvarning en ekki
í því heildarskipulagi sem neitar honum um hann: í magafyllinni en ekki
ThEodoR W. adoRno