Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Page 212
211
ingu að umbreyting heimsins sé alfarið háð aukinni framleiðni, ber henni
jafnframt skylda til að innbyrða menningargagnrýnina, sem er sönn að því
leyti að hún innlimar ósannindin í eigin sjálfsvitund. Díalektísk kenning
sem hefur ekki áhuga á menningu sem efnislegu fyrirbæri stuðlar að því að
menningaróhæfan magnast og leggur sitt af mörkum til að viðhalda hinu
spillta. Menningarleg hefðarhyggja og ógnarstjórn hinna nýju rússnesku
harðstjóra eru einhuga. Þær gangast við menningunni í heild án nánari
skoðunar og fordæma allar birtingarmyndir vitundar sem ekki hafa verið
slípaðar til. Þetta er ekki síður hugmyndafræðilegt ferli en þegar gagn-
rýnin réttar yfir þeirri menningu sem hefur losnað úr viðjunum eða gerir
meint neikvæði hennar ábyrgt fyrir ógæfunni. Um leið og menningin í
heild er samþykkt er hún svipt þeim lífhvata sem er sannleikur hennar:
neikvæðinu. Glaðværð frammi fyrir menningunni er í engu frábrugðin
andrúmslofti hertónlistar og málverkum af orustum. Mörkin á milli día-
lektískrar gagnrýni og menningargagnrýni felast í því að hún magnar hina
síðarnefndu upp þar til sjálft menningarhugtakið er „upphafið“ í díalekt-
ískum skilningi.
Hina skilvitlegu gagnrýni á menninguna má saka um að horfa framhjá
úrslitaatriðinu: hlutverki hugmyndafræðinnar í þjóðfélagslegum átök-
um hverju sinni. Með því að gera almennt ráð fyrir einhverju í líkingu
við sjálfstæða rökfestu menningarinnar, jafnvel þótt það sé aðeins gert í
aðferðafræðilegum tilgangi, gerir maður sig meðsekan um sundrun menn-
ingarinnar, um hugmyndafræðilega frumlygi [πρῶτον ψεῦδος], vegna
þess að inntak hennar býr ekki í henni sjálfri heldur í sambandi hennar við
það sem liggur fyrir utan, í efnislegu ferli lífsins. Þannig er, eins og Marx
komst að orði um réttarkerfi og stjórnskipan, „hvorki hægt að skilja hana
út frá henni sjálfri … né út frá svokallaðri almennri þróun mannsandans“.21
Með því að gera ráð fyrir því er hugmyndafræðin í raun lögð að jöfnu
við hlutinn sjálfan og þar með fest í sessi. Vitaskuld getur hin díalektíska
stefnu breyting á sviði menningargagnrýni ekki leyft sér að ganga að mæli-
kvörðum menningarinnar sem gefnum hlut. Hún bregst við menningunni
með því að gangast við stöðu sinni innan heildarinnar. Án slíks frelsis,
án þess að vitundin hefji sig yfir hið skilvitlega, væri skilvitleg gagnrýni
óhugsandi: aðeins sá sem ekki er fanginn í gangverki viðfangsefnisins sjálfs
getur virt það fyrir sér. Hin hefðbundna krafa um hugmyndafræðigagn-
21 [Hér vitnar Adorno í rit Marx Zur Kritik der politischen Ökonomie (Um gagnrýni
pólitískrar hagfræði) frá 1859.]
MENNINGARGAGNRÝNI OG SAMFÉLAG