Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 12
11
og uppreisn gegn ríkjandi samfélagsgerð og tengi hvorttveggja hræringum
í vestrænni menningu um aldamótin 1900. Því næst ræði ég um persónu-
lýsingar hans og skilning hans á persónuleikanum en ber aðferðir hans þó
öðru fremur að aðferðum rússneska leikstjórans Konstantíns Stanislavskíj
og rek ýmislegt sem þeir tveir sóttu til jóga en minnist líka á sálfræði. Þá
tek ég tvö dæmi úr Bréfi til Láru af lýsingum Þórbergs á sjálfum sér, tengi
þau einkum guðspeki og styð rökum hvernig ég tel að hún marki textann
en vík þá líka aftur að sálfræði og jóga. Í köflunum, þar sem jóga og guð-
speki eru frekast gerð skil, les ég hugmyndir skáldsins nánar í samhengi
tímanna sem hann lifði á og vísa til ýmissa fræðiskrifa, nýrra og gamalla, en
vek í lokaorðum athygli á fáeinum meginatriðum.9
Ætlun mín er einnig að vekja athygli á menningarsögulegu samhengi,
sem lítt eða ekki hefur verið kannað, og sýna hlut lesanda í sköpun sagna
og myndarinnar af höfundi þeirra. Fyrir vikið set ég sums staðar fram
spurningar, vangaveltur eða tillögur sem beinast meðal annars að því að
benda á aðra sjónarhóla en menn hafa staðið á fyrr við túlkanir á verkum
Þórbergs.
Þegar hlutunum er snúið á haus
Hver er náttúra heimsins? Þeirri spurningu hafa menn svarað með ólíkum
hætti á ólíkum tímum; þeir hafa sagt sögur af ásum sem drápu þursinn Ými
og gerðu af honum jörð, himin og höf og almáttugum guði sem stritaði í
sex daga við sköpun heimsins en var þá svo dauðuppgefinn að hann ákvað
að leggja sig. Slíkar sögur hafa jafnan verið sagðar til að viðhalda eða rísa
gegn tilteknu valdamynstri samfélaga og gildum þeirra. Í minningarorð-
unum um séra Árna er það ríkjandi upprunasaga vísindanna sem Þórbergur
snýst gegn. En þegar hann upplyftist ungur til sannfæringar um annað líf
og lagði niður fyrir sér hvernig heimurinn væri skrúfaður saman, má deila
bls. 226–229; Pétur Gunnarsson, ÞÞ í fátæktarlandi, Reykjavík: JPV, 2007, bls.
112–122; Sigfús Daðason, „Þórbergur Þórðarson“, Andvari 1/1981, bls. 3–42; hér
bls. 32–37.
9 Fjörutíu ár munu vera frá því að ég byrjaði að kenna verk Þórbergs. Síðan hef ég
haft hugann við þau af og til, fengið nýjar hugmyndir við hvern lestur þeirra en
aldrei hirt um að setja þær á blað fyrr en í andmælum við doktorsvörn Soffíu Auðar
Birgisdóttur síðastliðið vor. Þá áttaði ég mig á tvennu: Að vegna ýmissa fræðiskrifa
síðustu áratugi gat ég tengt sundurleitar hugrenningar mínar um Þórberg svo að
mér líkaði og að nú væri vert að ég kæmi þeim frá mér. Ákveðin atriði í efni þess-
arar greinar bar á góma í doktorsvörn Soffíu Auðar en nemendur mínir munu líka
þekkja einhverja þanka úr gömlum og nýjum kennslustundum.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“