Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 133
132
um demíúrginn eða „heimssmiðinn“ (48),60 kenningar um framhaldslíf og
hugmyndir um „sáluskifti“ (163). Notkunin á slíkum trúarhugtökum helg-
ast af viðteknum venjum fortíðar, Helgi sér sig m.ö.o. knúinn til að beita
tungutaki þeirra andlegu hefða sem nýalsspekinni er ætlað að binda enda
á. Þetta kemur skýrast fram í umfjöllun Helga um sjálfa guðshugmyndina,
þar sem hann leggur áherslu á að inntak hugmyndarinnar um hið guðlega
tilheyri hér nýrri, veraldlegri heimsmynd: „Lesandinn tekur vonandi eftir
því, að orðið „guðlegur“ þýðir hjá mér annað dálítið og meira en áður hafa
menn látið það þýða; það er hér líffræði-orð. Guðleg fullkomnun er það,
að allar meðvitundir séu í einni og ein í öllum“ (109–110). Guðshugmynd
Nýals vísar þannig til vitundar sem streymir um öll brot alheimsins, þar
sem „allir kraftar eru skyldir“ og „ein eru upptök þeirra allra“ (267).
„Kraftarnir“ sem Helgi nefnir eru þó ekki dulrænir kraftar eða líkingar
fyrir einhverskonar guðlega verund, heldur blátt áfram efnisleg fyrirbæri
sem skýra má með aðferðum nútímavísinda, því „frá manninum geislar
magn sem kalla má lífmagn og vitmagn. Og það hagar sér líkt og rafmagn.
Og líf- og vitgeislan eins líkama, getur framleitt sig aftur, inducerast, í
öðrum líkömum“ (307). Þannig grundvallast kenningin um víxlmagnan
vitunda, sem er sjálfur kjarninn í guðshugmynd nýalsspekinnar, á kenn-
ingum um „„þráðlaust samband“ taugakerfanna“ og „alt þetta er ekki vit-
und „mystiskt“ eða dularfult“ (307). Helgi bendir á að mönnum hafi þótt
„undur mikil, þegar Marconi og Oliver Lodge tókst fyrir ekki mörgum
árum að koma á „þráðlausu sambandi“ þó að ensk míla væri á milli eða
tvær“, en „nú skiftast menn rafgeislaskeytum á þó að þúsundir mílna séu
á milli“ (307). Vísunin til rannsókna Marconis á útvarpsbylgjum og raf-
segulbylgjum og uppgötvana á sviði þráðlausra boðskipta undirstrikar að
nýalsspekin er afurð markviss vísinda- og tilraunastarfs, þar sem stigið er
skref frá „ólífrænni eða anorganiskri epagógík“ eða „magnanarfræði“ til
60 Í Nýal gerir Helgi nokkuð ítarlega grein fyrir þeirri heimsmyndafræði og sköpunar-
sögu sem Platon setti fram í Tímajosi (44–51), sem er undirstöðurit nýplatonismans
og gegnir mikilvægu hlutverki í heimsmyndafræði ólíkra dulspekistrauma. Í þessu
samhengi vísar hann einnig til samantektar Jónasar Hallgrímssonar á sköpunarsögu
Tímajosar í þekktri ritgerð „um eðli og uppruna jarðarinnar“ (48), er íslenskir les-
endur muni kannast við. Sjá Jónas Hallgrímsson, „Um eðli og uppruna jarðarinnar“
[1835], Ritverk, 3. bindi: Náttúran og landið, ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson
og Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Svart á hvítu, 1989, bls. 5–29, hér einkum bls.
7–11. Í framhaldinu ræðir Helgi loks hvernig immanuel Kant og Pierre-Simon de
Laplace unnu úr heimsmyndafræði Platons og „komu þeirri kenningu á vísindaleið,
eins og kunnugt er“, að „sálir manna fari að loknu lífi til annara stjarna“ (253).
BenediKt HjaRtaRSon