Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 173
172
eða skáldlegs hugarflugs. Um leið verður tilkallið til vísindalegs þekkingar-
gildis, sem setur svo sterkan svip á mælskulist Nýals, holt og á vissan hátt
hjákátlegt. Frá sjónarhorni tuttugustu og fyrstu aldar stendur Nýall þannig
undir merkjum hins fjarstæðukennda og óskiljanlega, en brýnt er að kanna
með hvaða hætti sá óskiljanleiki sprettur ekki síður af vísindalegri þekk-
ingu sem fallin er í gleymsku, en af trúarlegri dulrænu eða frjálsum leik
ímyndunaraflsins. Í grein frá árinu 1913 lýsir Helgi því yfir að „[s]umt af
því sem fyrir [hann] bar hefði verið framúrskarandi vel fallið til að gera
upp úr því skáldsögur, dálítið í ætt við hinar ágætu framtíðarsögur Wells“,
en ástæða er til að taka alvarlega þá athugasemd sem fylgir í kjölfarið: „En
nú er eg ekki skáld, heldur svolítið í áttina að því að vera vísindamaður,
og það sem ég er að reyna, er að segja frá ýmsum athugunum […] og
nokkrum, að því er eg hygg, mjög mikilsverðum ályktunum, sem af þeim
leiðir.“183 Sé markmiðið að þokast í átt að skilningi á þekkingarfræði nýals-
spekinnar, er gagnlegt að staldra við og beina athyglinni að þeim ritum
sem Nýall á samræðu við fremur en að falla í stafi frammi fyrir skáldlegri
andagift og orðfimi Helga eða afgreiða tilkall verksins til vísindalegs þekk-
ingargildis sem dulspekilegt og trúarlegt hjóm. Með slíkum lestri má ekki
aðeins greina torkennilega draugaverki horfinnar vísindaþekkingar í verk-
inu, heldur verður aðdráttarafl þess í upphafi tuttugustu aldar jafnframt
skiljanlegra – ekki vegna þess að lífgeislafræði Helga hafi orkað vísindalega
traust, heldur vegna þess að hún fól í sér gjaldgengt framlag til þeirrar
umræðu um vísindi sem ætlað var að uppfræða almenning og stuðla að
framgangi íslenskrar menningar.184
183 Helgi Pjeturss, „Fyrirburðir. Nokkurskonar saga“, Ingólfur, 18. febrúar 1913, bls.
26–27, hér bls. 26.
184 Ég vil færa þremur nafnlausum ritrýnum Ritsins kærar þakkir fyrir rækilegan yfir-
lestur og margvíslegar ábendingar, sem nýttust til að færa margt í greininni til betri
vegar. Einnig þakka ég samstarfsfólki mínu innan Forschungsnetzwerk BTWH fyrir
uppbyggilegar umræður á ársþingi tengslanetsins í Reykjavík árið 2012, þar sem ég
kynnti hugleiðingar mínar um Helga Pjeturss í fyrsta sinn. Þakkir fá einnig Pétur
Pétursson og nemendur á námskeiði okkar „Dulspeki fagurfræði og nútími“ fyrir
frjóar umræður um efnið á haustmisseri 2012 og vormisseri 2016. Kjartani Má
Ómarssyni þakka ég aðstoðina við heimildaöflun á lokasprettinum og yfirlestur á
lokagerð í handriti. Loks fá Guðni Elísson og Bergljót S. Kristjánsdóttir, sem og
aðrir kollegar og fjölskyldumeðlimir sem hafa mátt sitja undir löngum einræðum
um nýalsspeki síðustu misserin, bestu þakkir fyrir þeirra umburðarlynda framlag.
BenediKt HjaRtaRSon