Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 156
155
unni birtist hugmynd Helga um „að hið líkamlega sé tilraun hins andlega
til að taka á sig nýtt eigin“,125 sem kemur fram í fyrstu dulspekiritgerðum
hans og leggur grunninn að síðari kenningum nýalsspekinnar, í öðru og
skiljanlegra ljósi.
Ný-lamarckisminn var angi af víðtækri gagnrýni á náttúruvalskenningu
Darwins undir lok nítjándu aldar. Þannig hefur Peter J. Bowler lýst sjöunda
og áttunda áratug aldarinnar sem tímabili óskoraðrar efnishyggju, þegar
kenning Darwins lagði grunninn að atlögu gegn vígi trúarbragðanna, en
undir lok nítjándu aldar varð gagnrýni á darwinismann fyrirferðarmeiri.126
Það sem sameinaði ólíkar gagnrýnisraddir var „andúð á efnishyggju innan
líffræðinnar“ og áhugi á „framsæknum eða markhyggjubundnum þróunar-
hugmyndum“, þar sem hugmyndum um vélgengi og blint náttúruval var
hafnað.127 Endurvakinn áhugi á starfsvalskenningu Lamarcks á því tímabili
sem kennt hefur verið við „myrkvun darwinismans“128 helgaðist að hluta til
af því að hún samrýmdist betur þeim hugmyndum um einhverskonar órætt
lífsafl sem urðu áberandi með lífheimspekinni. Jafnframt sáu vísindamenn
hér færi á að gera hugmyndir um hið guðlega gjaldgengar innan vísinda-
legrar umræðu á ný og sætta kenninguna um líffræðilega þróun hugmynd-
um um æðra máttarvald er bærðist innra með manninum og stýrði gangi
heimsins. Í kenningum sem byggðu á skrifum Lamarcks var litið á hugann
sem „drifafl þróunarinnar“ og í upphafi tuttugustu aldar sóttu fræðimenn
í auknum mæli í rit sem renndu stoðum undir þessa afstöðu, ber þar ekki
síst að nefna einhyggju Haeckels og hugmyndir Bergsons um lífsþrótt-
inn (fr. élan vital).129 Lykilrit Bergsons um „skapandi þróun“ lagði ekki
aðeins til slagorð fyrir ólíkar kenningar sem litu á lífið sem órætt afl er væri
hafið yfir skynlausan efnisheiminn,130 heldur setti það einnig fram heim-
125 Helgi Pjeturss, „Á annari stjörnu“, Ingólfur, 18. október 1914, bls. 162–163, hér
bls. 162.
126 Peter J. Bowler, Reconciling Science and Religion, bls. 122.
127 Sama rit, bls. 45–46.
128 Peter J. Bowler, The Eclipse of Darwinism. Anti-Darwinian Evolution Theories in
the Decades around 1900, Baltimore og London: Johns Hopkins University Press,
1983.
129 Peter J. Bowler, Reconciling Science and Religion, bls. 131–132.
130 Henri Bergson, L’Évolution créatrice; sjá einnig David Scott, „Sub Specie Durationis,
or the Free Necessity of Life’s Creativeness in Bergson’s Creative Evolution“, Under-
standing Bergson, Understanding Modernism, ritstj. Paul Ardoin, S.E. Gontarski og
Laci Mattison, New York: Bloomsbury, 2013, bls. 54–69. Af öðrum áhrifamiklum
ritum á mörkum heimspekilegrar lífhyggju og líffræðilegra þróunarkenninga má
nefna bók Hans Driesch, Der Vitalismus als Geschichte und als Lehre (Lífhyggjan
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“