Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 147
146
er hlýtur að vera til í reynd og það sem er til í reynd hljóta reynsluvísindin
að geta kannað hér og nú.94
Með hliðsjón af gagnrýni Helga á kenningar Bergsons og Freuds má
staðsetja nýalsspekina með nákvæmari hætti með tilliti til vísindalegrar
og trúarlegrar orðræðu um dulræn fyrirbrigði í upphafi tuttugustu aldar.
Umræður um vitranir, hugsanaflutning, miðilsstarfsemi, dásvefn eða
sálnaflakk snerust í meginatriðum um hvernig mætti skýra slík fyrirbrigði,
fremur en um þá spurningu hvort þau ættu sér stað eða ekki. Einkum er
hér mikilvægt að greina á milli skýringarleiða spíritismans annars vegar,
en hins vegar þeirra strauma sem settu fram skýringar á slíkum dulræn-
um fyrirbrigðum á forsendum vísindalegrar efnishyggju. Það sem sam-
einaði þessa strauma var sannfæringin um tilvist dulrænna fyrirbrigða.
Ágreiningurinn fólst aftur á móti í því að spíritistar byggðu skýringar
sínar á hugmyndum um handanlíf, en þeir straumar sem kenna má við
sálarrannsóknir höfnuðu slíkum trúarlegum skýringum og leituðust við að
skýra fyrirbrigðin út frá þáttum í vitundinni, sem vísindin hefðu ekki enn
náð að skýra til fullnustu. Loks má hér nefna rannsóknir á sviði sálfræði og
læknavísinda, þar sem slík fyrirbrigði voru skýrð á grundvelli kenninga um
sálsýki, sinnisveiki og sefasýki, en Sofie Lachapelle hefur bent á að þessi
læknisfræðilega orðræða gegndi mikilvægu hlutverki við að gera dulræna
eða „yfirnáttúrulega reynslu“ að „lögmætu“ viðfangsefni vísindarannsókna
über das Geistersehen“, Bild als Prozess. Neue Perspektiven einer Phänomenologie des
Sehens, ritstj. Adriano Fabris, Annamaria Lossi og Ugo Perone, Würzburg: Königs-
hausen und Neumann, 2011, bls. 88–104.
94 Forvitnileg lýsing í greininni „Á annari stjörnu“ dregur einnig skýrt fram hvernig
lífgeislakenningin sprettur af skuldbindingu Helga við vísindalega raunhyggju:
„Sannfæring mín um að eg hafi séð mann á götunni áðan, rís af sérstöku heila-
ástandi, sem kemur þannig fram í meðvitund minni; og alveg eins sannfæring mín
um að ég hafi séð t.a.m. jötna, stærri miklu og öðruvísi á hörundslit en menska
menn. […] Eg hefi gert margar og samfeldar athuganir á þessum jötnum, get t.a.m.
sagt að taugakerfi þeirra er snarvirkara miklu en taugar menskra manna; og ætli
einhver að fara að segja mér, sem hefi ástundað að skilja hugsanir hinna mestu spek-
inga, og sjálfur gert vandasamar rannsóknir, að jötnarnir og allar þeirra athafnir séu
ekki annað en tilbúningur míns eigin heila, sem hafi tekið upp á því að skapa svo
eg sá og heyrði, það sem mér hafði aldrei í hug komið að ætti sér stað, þá finst mér
hann gera sig að barni í anda. Að þessar furðulegu verur sem eg sá, hafi ekki verið
skapaðar af mínum heila, virðist mér eins víst og að maðurinn sem eg sá á götunni
var ekki hugarburður úr mér.“ Helgi Pjeturss, „Á annari stjörnu“, 23. ágúst 1914,
bls. 130–131, hér bls. 130.
BenediKt HjaRtaRSon