Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 107
106
ist að mati Bergsons skýrast í mannlegri greind.91 Hér má greina líkindi
með orgone-orkunni, en ólíkt lífsþrótti Bergson er hún ekki takmörkuð
við lifandi verur heldur gegnsýrir alheiminn. Að sama skapi má nefna
aðrar tilgátur um keimlík öfl, sem hafa síðar meir verið flokkaðar sem
dulrænar, á borð við óð-afl barónsins Carls von Reichenbach (1788–1869)
og kenningar Franz Antons Mesmer (1734–1815) um segulmagn dýra.92
Kennisetningar um slík öfl má rekja lengra aftur í tímann til hugmynda um
pneuma eða alheimsandann, til dæmis í skrifum Paracelsusar (1493–1541)
og Roberts Fludd (1574–1637).93 Allar þessar kenningar eiga rætur sínar
í hugmyndum Platons um alheimssálina, en hann trúði að alheimurinn
byggi yfir einni sál er smygi í gegnum gervallan heiminn. Kenningar hans
festu sig síðar í sessi með nýplatonismanum en fylgjendur hans, á borð
við Plótínos, Porfýros og Jamblikos, tileinkuðu sér speki Platons, eink-
um fagurfræðilega, heimsmyndafræðilega og sálfræðilega hugsun hans,
og útfærðu á nýjan og dulrænan hátt.94 Löng hefð er því fyrir kenningum
um óræð öfl sem stýra lífi alheimsins, en ólíkt hinum hugmyndunum um
alheimsorku er orgone-orkan bundin við kynferðið. Lykilhlutverk kynlífs-
ins og fullnægingarinnar, sem undirstöðu alls sem fyrirfinnst í heiminum,
skiptir hér meginmáli. Vinnuna með kynorku, kraftinn sem kynferði gefur
af sér, má auðveldlega tengja við dulspeki og ástundun kynlífsgaldurs, en
átrúnaður á galdramátt og lækningarmátt kynferðisins er þar kjarnaatriði.
Reich trúði sjálfur ekki á æðri merkingu eða tilgang lífsins, heldur ein-
faldlega á lífið sjálft,95 og var hann almennt neikvæður gagnvart hverskyns
skipulögðum trúarbrögðum eða dulhyggju.96 Engu að síður tengjast skrif
91 Sjá Henri Bergson, Creative Evolution, þýð. Arthur Miller, New York: Dover,
2003.
92 Sjá Bertrand Meheust, „Animal Magnetism / Mesmerism“, Dictionary of Gnosis
and Western Esotericism, bls. 75–82; Robert Darnton, Mesmerism and the End of the
Enlightenment in France, Cambridge: Harvard University Press, 1986; Ernst Florey,
Ars magnetica. Franz Anton Mesmer 1734–1815. Magier vom Bodensee, Konstanz:
Universitätsverlag, 1995; John Warne Monroe, Laboratories of Faith. Mesmerism,
Spiritism, and Occultism in Modern France, ithaca: Cornell University Press, 2008.
93 Nicholas Goodrick-Clarke, The Western Esoteric Traditions, New York: Oxford
University Press, 2008, bls. 177.
94 Sjá Kocku von Stuckrad, Was ist Esoterik?, bls. 24–28; Gregory Shaw, „Neoplaton-
ism i: Antiquity“, Dictionary of Gnosis and Western Esotericism, bls. 834–837.
95 Wilhelm Reich, Ether, God and Devil, bls. 11.
96 Þrátt fyrir neikvæðni sína í garð dulhyggju og skipulagðra trúarbragða trúði Reich
á tilvist fljúgandi furðuhluta, en UFO-hópar voru þýðingarmiklir fyrir þróun
nýaldarhreyfingarinnar. Rætur hreyfingarinnar má rekja til gagnmenningar sjötta
og sjöunda áratugarins, ekki síst til hugmynda um öld Vatnsberans, en jafnvel má
SólveiG GuðMundSdóttiR