Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 213
212
síður málaði af Klint, einnig á árunum 1912–1915, enn beint á striga eða
pappír án þess að gera undirbúningsteikningar og hélt því fram að mál-
verkin birtust henni meðan á sjálfu málunarferlinu stóð.68 Listakonan leit
m.ö.o. enn á sig sem verkfæri – sem miðil, bæði í vélrænum og spíritískum
skilningi. Öllu því tímabili meðan á Verkinu stóð (1905–1915) má því lýsa
sem tímabili opinberunar: verkin urðu til við málun þeirra. Af þessu stafa
einnig þeir eiginleikar uppfræðslu sem þau höfðu fyrir listakonunni, en
hún öðlaðist andlega innsýn við málun þeirra. Hér er freistandi að leika
sér með sögnina að sjá og þá merkingu hennar að öðlast skilning eða verða
eitthvað ljóst. Þannig mætti halda því fram að af Klint hafi orðið eitthvað
ljóst á meðan hún málaði – og hún hafi málað á meðan henni varð eitthvað
ljóst. Þótt sum formanna séu óhlutbundin er framsetningin (jafnvel eftir-
líkingin) greinilega mikilvægari en hið óhlutbundna.
Í kjölfar opinberunar fylgdu, á árunum 1915–1916, hugleiðing og sam-
þætting. Á þessu tímabili óx sjálfsmeðvitund af Klint og þar með geta
hennar til að taka, virkt og meðvitað, listrænar ákvarðanir við málun. Það
er töluverður munur á að vera ílát sem er „fyllt ofan frá“ og að geta fyllt
þetta ílát „með [sínum] eigin rannsóknum“. Síðarnefndu rannsóknunum
er þar að auki lýst sem frjálsum. Í stað þess að hún stæði frammi fyrir mál-
verkum sem höfðu einungis birst henni í málunarferlinu myndaðist nú
rými fyrir meðvitaða ákvörðunartöku fyrirfram. Hún vísar til einhvers
konar handleiðslu sem er enn til staðar („[…] þótt ég búi enn að hand-
leiðslu“) og af því má ráða að leiðarandar [e. guiding spirit] gegni enn hlut-
verki í innra lífi og andlegum verkum af Klint. Þetta var jákvæð nærvera –
varast ætti að líta á miðilstrú af þessum toga einfaldlega sem þvingun. Þótt
„Meistararnir“ hafi lagt á hana mikla þolraun fannst af Klint þeir einnig
veita henni stuðning við vinnu sína.69
Kennivald, gerandahæfni, innri nauðsyn
Ég hef lýst þróun miðilsstarfsemi listakonunnar út frá hennar eigin skiln-
ingi, en áður en ég vík að tengslum hins hlutbundna og hins óhlutbundna
í verkum hennar vil ég nú kanna nánar það sem virðist vera þörf miðils-
68 Hún hafði yfir stærð þeirra „með sjálfri sér“ og auk þess var vandað um við hana
að leyfa engum að sjá þær. Anna Maria Svensson, „The Greatness of Things“, bls.
18.
69 Dæmi um þetta er vinnan að verkinu „Liljur og rósir“, sjá De geheime schilderijen
van Hilma af Klint / The Secret Paintings of Hilma af Klint, ritstj. Hedwig Saam og
Miriam Windhausen, Arnhem: Museum voor Moderne Kunst, 2010, bls. 22.
teSSel M. Bauduin