Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 231
230
Loks er það svo órjúfanlegur þáttur í aðferð Chomskys að „forðast of
mikla endursögn“ en „leyfa þeim sem gagnrýnin beinist gegn að segja frá
með sínum eigin orðum“, auk þess sem „talsvert vald er sett í hendur les-
andans sem verður að geta dregið sínar eigin ályktanir frá þeim gögnum
sem fyrir liggja.“14 Guðni segir að vísu aldrei berum orðum hvernig hann
beitir þessari aðferð eða hvað í málinu er til marks um að Vantrúarfélagar
séu sekir um það sem aðferð Chomskys á að afhjúpa. Kannski geta aðrir og
gleggri lesendur bent mér á það, því betur sjá jú augu en auga. Það er að
minnsta kosti fróðlegt að skoða hvernig hún hittir Guðna sjálfan fyrir.
Um hvað snerist málið?
Af inngangi seinni greinar Guðna mætti ráða að deilumálið snúist um að
Vantrúarfélagar séu ósáttir við að Bjarni Randver noti ákveðnar fræðilegar
skilgreiningar í rannsóknum sínum á trúarbrögðum og hafi viljað koma
í veg fyrir að félagið yrði skoðað með slíkar skilgreiningar að leiðarljósi.
Markmið Vantrúarfélaga er, samkvæmt Guðna, að „stýra umræðunni, skil-
greina hvað sé leyfilegt og hvað óleyfilegt að gera í trúargreiningu“15 og
jafnframt að kæra félagsins „tengist djúpstæðu óþoli fyrir sérhverri fræði-
legri nálgun annarri en þeirri sem forsprökkum félagsins er þóknanleg“.16
Í raun má kalla það „lykilfullyrðingu“ Guðna – í þeim skilningi að hún er
það leiðarstef sem umfjöllun hans um málið fylgir.
Vandinn við þessa fullyrðingu er að hún er að öllum líkindum ósönn og
rökstuðningur Guðna fyrir henni uppfyllir ekki fræðileg viðmið, þar sem
hann handvelur úr þeim gögnum sem liggja fyrir það sem styður tilgátu
hans en sleppir öðru – gögnum sem Guðni getur gengið að sem vísu að
lesandinn þekki ekki. Hún gengur því í berhögg við aðferð Chomskys eins
og Guðni lýsir henni, því samkvæmt henni á ályktunarvaldið að vera sett í
hendur lesandans sjálfs þar sem þeir sem gagnrýni beinist að segja frá með
eigin orðum.
Það er að vísu rétt að Guðni dregur upp ansi slæma mynd af Vantrúar-
félögum í umfjöllun sinni, studda af tilvitnunum þeim sem hann velur
handa lesandanum. Ennfremur er það rétt sem Guðni bendir á að marg-
ir Vantrúarfélagar eru ósammála Bjarna Randveri um gagnsemi þeirra
skilgreininga sem hann beitir í trúarlífsgreiningu sinni og hafa gagnrýnt
14 Sama rit, bls. 143.
15 Sama rit, bls. 169.
16 Sama rit, bls. 168.
ÁSGeiR BeRG MattHíaSSon