Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 163
162
hér gagnlegt að horfa til skrifa Rudolfs Steiner á því tímabili þegar hann
snýr sér frá vísindalega ígrundaðri náttúruspeki og að guðspeki. Einhyggja
Haeckels verður ein meginstoðin í guðspeki Steiners og í texta frá 1905
fullyrðir hann m.a. að „rannsóknaniðurstöður Haeckels myndi svo að
segja fyrsta kaflann í guðspekinni“.153 Þegar fjallað er um þróunarhug-
myndir Nýals er þó ekki aðeins mikilvægt að horfa til úrvinnslu trúarlegra
dulspekihreyfinga á kenningum Haeckels, heldur verður einnig að taka mið
af hlutverki þeirra innan þeirrar hefðar strangvísindalegrar heimsmynda-
fræði sem Nýall skrifar sig inn í. Þannig hefur Erdbeer lýst skrifum Haeckels
sem birtingarmynd þeirrar sérstæðu mælskulistar sem rekja má til skrifa
Fechners og einkennist af „tengingu guðfræðilegra hugtaka við íðorðaforða
hinna nákvæmu vísinda“.154 Mælskulistin sem hér er lýst leggur grunn að
samþættingu „tilkallsins til vísindalegrar þekkingar og náttúru spekilegra
íhugana“,155 þar sem „báðar leiðir sannleiksleitarinnar, hin raunbundna og
hin íhugandi aðferð, koma saman“.156 Heimsmyndafræði Haeckels stendur
undir merkjum heildstæðrar náttúruspeki og vísar þannig veginn til þeirr-
ar hugmyndar um æðri vísindi sem gegnir lykilhlutverki í jafn ólíkum
dulspekikenningum og guðspeki Madame Blavatskij og nýalsspeki Helga
Pjeturss.
Tengingin við hefð strangvísindalegrar heimsmyndafræði kemur skýrt
fram í athyglisverðum kafla í Nýal, þar sem Helgi víkur að Fechner og
tengir skrif „hins nafnkunna eðlisfræðings“ (386) við rit Swedenborgs.
Helgi ræðir sérstaklega þá ranghugmynd Fechners að „himinhnettirnir
væru lifandi verur“ (386); þannig eiga þeir Swedenborg sameiginlegt að
hafa „blandað saman lifandi veru og himinhnetti“ og Helgi útskýrir sýnir
þeirra á grundvelli kenningar sinnar um líf í alheiminum. Athyglisverðari
en sú leiðrétting er þó vísun Helga í tvær ritgerðir á íslensku sem fjalla um
skrif Fechners. Annars vegar nefnir hann „fróðlega ritgerð um Fechner
153 Rudolf Steiner, „Haeckel, die Welträtsel und die Theosophie“ [1905], Rudolf Steiner
Gesamtausgabe, 54. bindi: Die Welträtsel und die Anthroposophie. Zweiundzwanzig
öffentliche Vorträge, gehalten zwischen dem 5. Oktober 1905 und dem 3. Mai 1906 im
Architektenhaus zu Berlin, ritstj. Hans W. Zbinden og Hella Wiesberger, Dornach:
Rudolf Steiner Verlag, 1983, 9–34, hér bls. 20. Hér er stuðst við rafræna útgáfu af
umræddri útgáfu á heildarverkum Steiners á vefnum Freie Verwaltung des Nachlasses
von Rudolf Steiner: http://fvn-rs.net (sótt 5. nóvember 2016). Um feril Steiners, sjá
Helmut Zander, Rudolf Steiner. Die Biografie, München: Piper, 2011.
154 Robert Matthias Erdbeer, Die Signatur des Kosmos, bls. 509.
155 Sama rit, bls. 511.
156 Ernst Haeckel, Die Welträthsel, bls. iv.
BenediKt HjaRtaRSon