Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 60
59
Bukdahl – og danska gagnrýnendur almennt – virðist hafa skort þekk-
ingu á hinu stærra menningarlega samhengi og menningarkóðanum að
baki Den stille pige. Hugmyndir Høegs eiga sér ekki aðeins samsvörun í
kenningum Jes Bertelsen, heldur í mun víðfeðmari hreyfingu innan evr-
ópskrar hugmyndasögu, þ.e. dulspekinni. Vissulega er dulspekin ekki
samstillt hreyfing með traustu stofnanakerfi á sama hátt og kristindóm-
urinn eða náttúruvísindin, en í bakgrunni rannsókna Antoines Faivre,
og Wouters J. Hanegraaffs sérstaklega, má engu að síður greina útlín-
ur misleitrar hreyfingar. Hér hafa dulspekileg hugsanamynstur (fr. forme
de pensée, e. form of thought) Faivres, sem taka til einstakra þátta formgerð-
arinnar, svo sem náttúruskilnings, tilsvarana (e. correspondances) og færslu
(e. transmission), reynst gagnlegt greiningartæki. Á síðustu áratugum hefur
Hanegraaff verið afar áhrifamikill dulspekifræðingur og aðaldriffjöðurin
í að festa dulspekina í sessi sem sjálfstætt og fræðilega viðurkennt rann-
sóknasvið. Rannsókn á dulspeki í verkum Høegs hefur þannig ekki aðeins
þýðingu fyrir viðtökur á Den stille pige, heldur getur hún jafnframt þjónað
sem lýsandi greining á jaðarsetningu dulspekinnar almennt.
Hvað er dulspeki?
Það er einkum á síðustu 30 árum sem dulspekirannsóknir hafa fest sig í
sessi sem sífellt mikilvægara rannsóknarsvið. Þar fást menn við orðræður
sem hafa verið jaðarsettar í vestrænni menningarsögu. Samkvæmt þess-
um grundvallarforsendum samanstendur vestræn menning ekki aðeins af
tveimur heildstæðum straumum eða hreyfingum, trúarbrögðum og vís-
indum, heldur einnig af hreyfingu dulspekinnar.24 Í bókinni New Age
við Marsilio Ficino, Cornelius Agrippa, Paracelsus og Jakob Böhme, sem virtust
staddir í einskismannslandi milli heimspeki, trúarbragða, bókmennta, listar og
vísinda: „Og það varð ljóst að þeir höfðu alls ekki verið jaðarsettir og utanveltu,
heldur höfðu þeir þvert á móti haft merkilega mikil áhrif á samtíma sinn og markað
upphaf stórra og flókinna andlegra hefða sem má rekja gegnum aldirnar, jafnvel
allt til okkar tíma.“ Þegar Hanegraaff leitaði til kennara sinna reyndust þeir aftur
á móti óviljugir: „Áhugi minn á þessu sviði virtist gera kennara mína órólega, og
þeir svöruðu ítrekuðum beiðnum mínum um upplýsingar og tillögur með því að
varpa hinu vandræðalega viðfangsefni yfir til annars starfsfélaga eins og um heita
kartöflu væri að ræða. Enginn virtist vilja snerta á því og það tók mig ekki langan
tíma að ákveða að ef svo væri raunin þá yrði einhver að gera það.“ Sama rit, bls.
2.
24 Fremur en að tala um dulspeki sem straum eða hreyfingu leggur Andreas B. Kilcher
til að talað sé um dulspekina sem þekkingarfræðilegt fyrirbæri, enda sé þekking
dulspekinnar „ekki í andstöðu við viðurkennda eða exóteríska (kirkjulega, akadem-
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?