Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 43
42
félaginu sem þær hrærðust í. Um aldamótin er guðspekihreyfingin enska
talin hafa haft á sér svip karlaklúbbs enda þótt ýmsar konur á Englandi
hefðu haldið því fram strax á nítjándu öld að í andlegum efnum væri kven-
kynið hið æðra kyn.131 Breyting varð á hreyfingunni þegar Annie Besant
komst til áhrifa og tók ásamt Leadbeater að þróa svokallaða „nýguðspeki“
(e. new theosophy). Við upphaf tuttugustu aldar var því ekki laust við að
ýmsir karlar hefðu nokkrar áhyggjur af því að hið kvenlega setti um of
mark sitt á hreyfinguna.132
Um aldamótin hófst meðal annars umræða í hópi enskra guðspekinga
um „millikynið“ (e. intermediate sex) svokallaða – sem naumast hefur farið
fram hjá Þórbergi og vinu hans, Láru. Blavatskíj hafði ekki sett hugmyndir
sínar um endurholdganir fram á mjög kerfisbundinn hátt, enda þótt ljóst
sé að hún taldi að menn endurholdguðust og næðu auknum andlegum
þroska með hverri nýrri holdgun. Hún áleit kyn manna litlu skipta í sínum
fræðum en gerði þó ráð fyrir að á endanum risi upp andlegt fyrirbæri,
nánar tiltekið guðleg hermafródíta, eins og hún kallaði það.133 Besant og
Leadbeater gerðu hins vegar nákvæma grein fyrir endurholdgunum og
fyrra lífi og fjölluðu þá meðal annars um millikynið. Þau gerðu ráð fyrir að
menn fæddust eins kyns en endurholdguðust inn í annað og yrðu millikyns
á lokastigi þróunar sinnar. Því má ætla að Þórbergur hafi leitt hugann að
því oftar en einu sinni hvernig honum liði í kvenlíkama – með öllu því sem
þeirri líkamsgerð fylgdi.
Til skrifa Besant og Leadbeaters um millikynið var meðal annars vísað
þegar ásakanir voru settar fram um að Leadbeater hefði gert sig sekan um
að kenna unglingsdrengjum, sem hann leiðbeindi í fræðunum, ósiðlegt
athæfi – eða að hann hefði „staðið í syndsamlegu makki við óstálpaða
drengi“ eins og útleggingin var í mánaðarlega heimilisritinu Norðurljósinu
árið 1918.134 Margir guðspekingar brugðust illa við og þar eð fleiri ásak-
anir fylgdu seinna í kjölfarið fóru hugmyndir Leadbeaters, Besant og fylg-
131 Sjá Joy Dixon, Divine Feminine, 196/4353 og 631/4353.
132 Sjá sama rit, 45/4353.
133 Sjá Joy Dixon, Divine Feminine, 2224/4353; Joy Dixon, „Sexology and the Occult,
Sexuality and Subjectivity in Theosophy’s New Age“, Journal of the History of Se-
xuality 3/1997, bls. 409–433, hér bls. 417 og Katharina Brandt og Olav Hammer,
„Rudolf Steiner and Theosophy“, Handbook of the Theosophical Current, bls. 126.
Andrógýnur og hermafródítur eru Blavatskíj mjög hugstæðar, ekki síst í seinna
bindi The Secret Doctrine.
134 A[rthur] G[ook]. „Um Guðspekisfjelagið“, Norðurljósið, 1. mars 1918, bls. 15.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR