Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 135
134
verður til í hinum náttúrlega heimi frá hinum andlega, kallast þess vegna
tilsvörun við hann.“64 Kenning Helga um að „allir kraftar séu skyldir“
sækir þó ekki til skrifa Swedenborgs, sem hann fjallar nokkuð ítarlega um
í Nýal. Þannig gagnrýnir hann „spámanninn sænska“ fyrir að hafa haldið
í þá sannfæringu „að rétt væri að dæma eftir því sem trúarbrögðin kendu
um verur þessar sem hann átti tal við“ þegar hann fór sálförum (25–27).
Helgi hafnar m.ö.o. aðgreiningunni í „efnisheim“ og „andaheim“, sem
gegnir meginhlutverki í tilsvaranafræðum Swedenborgs og greinir þau frá
hefð nýplatonismans.65 Frá sjónarhorni Helga eru skrif sænska dulvitr-
ingsins dæmi um hvernig „vitranamenn [geta] auðveldlega farið sólhverfa
vilt og jafnvel vetrarbrauta“ (274) og „hinn ágæti Svíi [skildi] ekkert í þess-
um hlutum, sem hér eru orðnir að náttúrufræði“ (315), þótt sannarlega sé
„hún furðuleg fyrir oss hér í fávizkunni á útjaðri vitheims, þessi útsýn yfir
heiminn, úr svo sjaldgæfum mannsheila“.66 Nýalsspekin sækir öllu heldur
til úrvinnslu á hinni nýplatonsku heimsmynd í dulspekihefðum endur-
reisnartímans og má þar einkum nefna hugmyndir Marsilios Ficino um
„alheimsandann“, sem vísar til „ósýnilegs vökva“ og „ósýnilegra geisla“
er gegnsýri alheiminn.67 Í Nýal hefur hugmyndin um „ósýnilega geisla“
sem binda saman alheiminn þó aðra virkni en í heimsmyndafræði endur-
reisnarinnar. Greining Helga á „líf- og vitgeislan“ og öðrum ósýnilegum
geislum, bylgjum og magnan sækir í trúarlegar hugmyndir, en úrvinnslan
tilheyrir orðræðu raunvísindanna í upphafi tuttugustu aldar.68
64 Emanuel Swedenborg, Himinn og hel. Undur lífsins eftir dauðann, þýð. Sveinn
Ólafsson, Reykjavík: Örn og Örlygur, 1988, bls. 40. Um skrif Swedenborgs, sjá
Friedemann Stengel, Aufklärung bis zum Himmel. Emanuel Swedenborg im Kontext
der Theologie und Philosophie des 18. Jahrhunderts, Tübingen: Mohr Siebeck, 2011.
Hugmyndir Swedenborgs voru þekktar hér á landi og fyrstu íslensku þýðingarnar
á verkum hans komu út á síðari hluta nítjándu aldar. Sjá Emanuel Swedenborg,
Vísdómur englanna um hina guðdómlegu elsku og hina guðdómlegu speki, þýð. Jón A.
Hjaltalín, Kaupmannahöfn: J. Cohen og Louis Klein, 1869 og Emanuel Sweden-
borg, Kenning hinnar Nýu Jerúsalem um kærleikann, [þýð. ekki getið], New York:
American Swedenborg Printing and Publishing Society, 1889. Um samhengi þess-
ara íslensku þýðinga, sjá Pétur Pétursson, Trúmaður á tímamótum. Ævisaga Haralds
Níelssonar, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2011, bls. 181–191.
65 Wouter J. Hanegraaff, Western Esotericism, bls. 125–126.
66 Helgi Pjeturss, „Á annari stjörnu“, Ingólfur, 29. nóvember 1914, bls. 188.
67 Sama rit, bls. 125. Um kenningar Ficinos og dulspeki endurreisnartímans, sjá
Nicholas Goodrick-Clarke, The Western Esoteric Traditions. A Historical Introduction,
Oxford: Oxford University Press, 2008, hér bls. 36–40.
68 Hér er vert að nefna rannsóknir náttúrufræðingsins og heimspekingsins Karls
von Reichenbach á lífmagni sem hann kallaði „Od“ eða „óð“ og kenndi við Óðin.
BenediKt HjaRtaRSon