Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 251
250
Ég er orðinn þreyttur á trúmönnum sem halda að þeir geti vaðið
uppi í þessu samfélagi, hrópandi yfirlýsingar í allar áttir. Hótandi
mönnum heljarvist og eilífðarkvölum... og móðgast svo þegar þeir
eru kallaðir hálfvitar.
Bjarni Randver hafði þetta hins vegar eftir honum svona:71
Ég er orðinn þreyttur á trúmönnum sem ... móðgast svo þegar þeir
eru kallaðir hálfvitar.
Í upphaflegri gagnrýni minni benti ég einfaldlega á að úrfelling Bjarna
Randvers gjörbreyti merkingu orðanna og að með sömu aðferð væri hægt
að láta hvern sem er segja hvað sem er, og í raun taldi ég, og tel enn, að
þetta dæmi sé svo gróft að óþarfi sé að segja nokkuð frekar – þessi meðferð
heimilda hjá fræðimanni við háskóla er einfaldlega forkastanleg.
Guðni fjallar örlítið um þetta í grein sinni í Ritröð Guðfræðistofnunar
og gerir heldur lítið úr málinu. Málsvörn hans fyrir Bjarna byggir á því að
erfitt sé að túlka úrfellinguna sem „tilraun til að gera ummæli Matthíasar
verri en ella“72 og að gagnrýnendur hafi haldið því fram að hið rétta sam-
hengi sýni að „trúmennirnir [hafi átt] það skilið að vera kallaðir hálfvit-
ar“.73 Ennfremur að áhersla Bjarna hafi í raun legið á orðunum „þreyttur“,
„móðgast“ og „hálfviti“ og að sú áhersla gefi „til kynna samskiptamynstur
sem einkennist af pirringi og óþoli á báða bóga, samræðum sem ekki eru
líklegar til að skila árangri, þ.e. ef tilgangurinn á að vera að koma á sátt
milli ólíkra lífsskoðunarhópa“.74
Ég ætla að sjálfsögðu ekki að segja neitt um ætlan eða hug Bjarna
Randvers þegar hann setti saman þessu glæru en ég ætla að fullyrða að það
sé beinlínis ómögulegt að sjá annað en að merking orðanna sé gjörbreytt.
Í hinni réttu tilvitnun er nefnilega aukasetning sem afmarkar skýrt um
hvaða hóp verið er að ræða, semsé fólk sem hótar öðrum helvítisvist og
eilífðarkvölum, en í afskræmdu útgáfu Bjarna Randvers mætti ætla að um
almenna fullyrðingu um alla trúmenn sé að ræða.
71 Sjá Reynir Harðarson, Kæra Vantrúar til siðanefndar Háskóla Íslands, 4. febrúar
2010, bls. 9.
72 Guðni Elísson, „Britney fokkíng Spears“, bls. 25.
73 Sama rit, bls. 25.
74 Sama rit, bls. 25.
ÁSGeiR BeRG MattHíaSSon