Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 86
85
síðusárið á lambinu með varalit og þrýstir líffærum inn um sárið. Loks
reynir hann að stækka opið með berum höndum, tekur upp hníf og ristir
skrokkinn.
Þegar sjónum er vikið aftur að Koeck, liggur hún á krossi með reipi
bundið utan um sitt hvorn fótinn. Hún er klædd hreinum, hvítum sokka-
böndum, brjóstahaldara og hvítum háhæluðum skóm en er nærbuxnalaus.
Fótleggir hennar eru glenntir í sundur með aðstoð reipisins. Nitsch stend-
ur á milli fóta hennar og makar innyflum og líffærum yfir maga henn-
ar og sköp. Því næst er henni gefið blóð sem hún skyrpir út úr sér, en
Nitsch sést í messuklæðum þar sem hann hellir blóði úr tilraunaglasi upp
í Koeck. Blóði drifin sköp hennar eru þvegin með tusku, en að því loknu
hellir Nitsch meira blóði yfir þau. Nitsch birtist fullklæddur en útbúinn
gervigetnaðarlimi, sem er bundinn um hann miðjan, og hefur samfarir við
Koeck með hjálp gervilimsins. Meðan á því stendur er blóði hellt yfir þau.
Þetta er hápunktur aðgerðarinnar.
Hér verður ákveðið rof. Fyrri hluti gjörningsins einkennist af helgi-
athöfnum á meðan seinni hlutinn lýsir sér í glundroða eða upplausn.
Lambsskrokknum er sveiflað um þar sem hann hangir í loftinu og blóði
er hellt yfir hann. Brus sést hanga á skrokknum og þeim er ýtt til og frá.
Koeck stekkur á hangandi lambið og Brus og þau detta öll í gólfið. Nitsch
veltist um á gólfinu með lambsskrokknum, Koeck hjálpar hinum að troða
höfði Nitsch inn í lambið og sturtar síðan blóði yfir hann. Þessu næst ligg-
ur Nitsch með höfuð sitt, nú laust úr skrokknum, í klofi Koeck á meðan
hún sturtar yfir hann innyflum. Hún þrýstir höfði hans að sköpum sínum
og smyr hann innyflum. Lokaskotið er af Nitsch að yfirgefa vettvanginn
við lok aðgerðarinnar.
Gjörningurinn brýtur bannhelgi og sýnir klámfengna saurgun helgi-
muna og helgisiða. Hér er á ferð augljóst helgimyndabrot sem lýsir sér
í eyðileggingu trúarlegra ímynda eða íkona. Helgimyndabrot hafa verið
stunduð í stórum á stíl á umbrotatímum, til að mynda við siðaskiptin, í
frönsku byltingunni og í Þriðja ríkinu. Hugtakið hefur þróast frá því að
eiga við um „eyðileggingu trúarlegra ímynda og andstæðu við trúarlega
notkun á ímyndum“ til þess að vera „eyðilegging á, og andstæða við, sér-
hverja ímynd eða listaverk“, auk þess sem það getur vísað til hvers kyns
árása á stofnanir eða trú, sem taldar eru „villandi eða rangar“.10 Síðar
10 Dario Gamboni, The Destruction of Art. Iconoclasm and Vandalism Since the French
Revolution, London: Reaktion, 1997, bls. 17.
ÓSiðLEGiR GJÖRNiNGAR OG RÓTTÆKAR LAUNHELGAR