Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 68
67
Ólíkt því sem gerist hjá höfundum á borð við Haruki Murakami, sem
byggja upp kunnuglegan, raunsæjan söguheim áður en þeir innleiða ýmis
yfirnáttúruleg fyrirbæri,42 þarf lesandi Høegs allt frá upphafi að samþykkja
aðalpersónu með yfirskilvitlega heyrn. Í verkum Murakamis þarf lesandinn
að draga sínar eigin ályktanir um yfirnáttúruleg atriði. Høeg velur ann-
ars konar frásagnarleið. Hann lætur aðalpersónuna, Kasper Krone, vitna
í viskuhefðir heimsins og rökræða stöðugt andleg og trúarleg málefni.
Þessar tilvitnanir og umræður kristalla hið trúarlega og andlega verkefni,
sem annars vegar gefur svigrúm til gagnrýni á hefðbundin stofnanavædd
trúarbrögð og felur hins vegar í sér hvörf í átt að andlegri þróun. Kasper
gefur eftirfarandi greiningu á þýðingu andlegrar reynslu í Danmörku sam-
tímans: „Og danska þjóðkirkjan nægði ekki almennilega, þeir einu sem
tóku trúarlega reynslu alvarlega var heimatrúboðið [d. Indre Mission] og
þeir voru ekki hrifnir af sirkus. Þannig að nokkrir listamenn þróuðu sín
eigin trúarbrögð, til dæmis faðir minn, hann er strangtrúaður trúleysingi,
og stoltur af því. Aðrir notuðu aðra af tveimur sjoppum, kaþólsku kirkj-
una í Bredgade eða Austurkirkjuna.“43 Línurnar lýsa trúarlegu landslagi
í Danmörku nútímans sem mótaðist annars vegar af sterku trúleysi og
mótmælenda-þjóðkirkju sem ekki hefur áhuga á trúarlegri reynslu og hins
vegar kristinni bókstafstrú og kaþólsku og rússnesku rétttrúnaðarkirkj-
unni. Lesandinn fær þó ekki mikið að vita um kaþólska dulhyggju eða hið
andlega í mótmælendatrúnni, þar sem athyglinni er beint að rússneskum
rétttrúnaði. Þau trúarbrögð fá jákvæðan dóm vegna áherslunnar sem þar
megi að minnsta kosti finna innra samhengi sem hafi farið algjörlega fram hjá gagn-
rýnendum dagblaðanna. Þessi hárnákvæma úttekt sýnir að andleg vídd skáldsög-
unnar verður bragðvísi og valdsmiðaðri vitsmunadýrkun spennusagnagreinarinnar
að bráð. Hið andlega þrífst illa þegar það er undirskipað hinu vitsmunalega; og það
er það sem gerist í Den stille pige. Það kostar sitt að leggja dulskyggni, dulheyrn og
annað andlegt sem ögrar hefðbundnum landamærum undir kröfur beinharðrar,
þaulskipulagðrar bókmenntagreinar.“ Knud Wentzel, „To verdener“, bls. 134.
42 Sjá Matthew Carl Strecher, The Forbidden Worlds of Haruki Murakami, Minneapolis:
University of Minnesota Press, 2014 [útgáfa: ePub], bls. 21: „Í áranna rás, eftir því
sem vinsældir Murakamis sem höfundar hafa vaxið um allan heim, hafa fræðimenn
og gagnrýnendur í auknum mæli heillast af stíl hans, hvernig hann virðist hafna
fagur bókmenntum, hvernig hann kafar í mannssálina, hvernig hann leikur sér
með hið frumspekilega (einkum með bókmenntalegri aðferð sem kölluð er „töfra-
raunsæi“), af sérstæðri sögulegri nálgun hans, og alfræðiþekkingu hans á tónlist
(einkum djassi).“ Kafli í bók Strechers ber hinn sérlega lýsandi titil: „into the Mad,
Metaphysical Realm“.
43 Peter Høeg, Den stille pige, bls. 237–238.
BANNHELGi HiNS ANDLEGA?