Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 128
127
sé í fjörbrotunum á ritunartíma Nýals. Ljósvakakenningin gegndi þó enn
nokkru hlutverki í þeirri alþýðlegu vísindaumræðu sem verkið grundvall-
ast á og hugmyndir sem flöktu á mörkum eðlisfræðilegra skýringartilburða
og frumspekilegra getgátna voru þar fremur regla en undantekning. Sú
alþýðlega vísindaumræða sem hér er vísað til var einkum borin uppi af eldri
kynslóð vísindamanna sem tóku e.t.v. ekki lengur virkan þátt í vísindarann-
sóknum en nutu virðingar og hylli á opinberum vettvangi.45 Tvíbent staða
þessara fræðimanna gagnvart vísindasamfélaginu gat þó jafnframt styrkt
stöðu þeirra frá sjónarhorni dultrúarhreyfinga, ekki síst vegna þess að skrif
þeirra geymdu á köflum nokkuð harða gagnrýni á þröngsýna efnishyggju
nýrri vísindarannsókna. Í upphafskafla Nýals má glögglega sjá hvernig starf
hinnar eldri kynslóðar vísindamanna stendur um leið undir merkjum visku,
þannig er Crookes ekki aðeins kallaður einn af „framúrskarandi vísinda-
mönnum“ samtímans, heldur einnig „öldungurinn William Crookes“ (8).
Í samhengi þeirra andlegu hefða sem einnig gegna veigamiklu hlutverki í
mælskulist Nýals skírskotar ímynd öldungsins ótvírætt til dýpri speki og
hefðar. Ímynd Crookes gegnir því í raun tvíþættu hlutverki: annars vegar
sem vísindaleg undirstaða og hins vegar sem andlegt kennivald.46
Endalok dulvísinnar: Nýall og gagnrýnin á trúarbrögðin
Jafnan hefur verið litið svo á að afdráttarlaus skil verði á höfundarferli
Helga Pjeturss í upphafi annars áratugarins, þegar hann hverfi frá rann-
sóknum á sviði náttúruvísinda og snúi sér að smíð dulspekilegra kenninga
um lífið í alheiminum. Til sanns vegar má færa að á þessum tíma verða
breytingar á skrifum Helga, sem áður hafði getið sér gott orð fyrir skrif sín
á sviði jarðfræði og líffræði, en líkt og Pétur Pétursson hefur bent á hafði
Helgi raunar tekið að kynna sér svið sálarrannsókna og kenningar um
svefn og vitundarlíf þegar um aldamótin 1900, auk þess sem hann kynnti
sér starfsemi spíritista og tók þátt í miðilsfundum.47
45 Sjá Peter J. Bowler, Reconciling Science and Religion. The Debate in Early-Twentieth-
Century Britain, Chicago og London: University of Chicago Press, 2001, bls.
1–24.
46 Olav Hammer skilgreinir þrjár meginleiðir í umfjöllun sinni um þær mælskufræði-
legu aðferðir sem nútímadulspekin beitir til að undirbyggja eigið þekkingartilkall:
a) vísindahyggja eða beiting á tungumáli, niðurstöðum og kenningum samtíma-
vísinda; b) uppbygging hefðar, sem tengja má kennivaldi; c) tilkall til reynslu af
andlegum eða dulrænum toga, s.s. uppljómanir eða vitranir. Olav Hammer, Claim-
ing Knowledge, bls. 22–23.
47 Pétur Pétursson, „Nýalismi og dulspeki“, bls. 103–104.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“