Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 24
23
að mynda verkum Blavatskíj, Hohlenbergs og Vivekananda. Skáldið beinir
sýnilega fyrst huganum að viðfangsefninu, tungutaki Jóns Andréssonar, og
reynir kannski að sjá hann fyrir hugskotsjónum sínum til að örva ímynd-
unaraflið, sbr. það sem í jógafræðum er nefnt sadhana.57 Þegar hann ein-
beitir sér, má ætla að hann sé á því stigi sem kallað er dharana en það orð er
gjarna þýtt sem einbeiting; í framhaldinu fari hann sennilega á stig dhyana
eða íhugunar, þar sem hann láti „hugann eins og smjúga inn í“ tungutak
Jóns svo að notað sé orðalag hans sjálfs.58 Þegar dhyana sé orðið nógu
kröftugt, tæmi hann loks hugann til að láta „ytri þátt skynjunarinnar“ lönd
og leið og komast nær „innri þætti hennar“ eða merkingunni og nái þann-
ig tengslum við yfirvitundina og stigi samadhi að skilningi nútímajóga.59
En stig samadhi eru mörg og tekið skal fram að ég hef ekki fundið þess
dæmi að Þórbergur noti orðið sjálfur um annað en reynslu sem kemur
heim og saman við þann skilning sem menn leggja í orðið í „klassískum“
vedafræðum.60 Eitt mælir þó öðru fremur með að túlkað sé eins og að
57 Markmið sadhana er m.a. að komast í tengsl við tilfinningarnar. Vivekananda
hafði sitthvað um fyrirbærið að segja, sbr. Swami Vivekananda „Sadhanas Or Pre-
parations For Higher Life“, Complete Works of Swami Vivekananda, 5. bindi: Notes
from Lectures and Discourses, sótt 19. september 2016 af https://en.wikisource.org/w/
index.php?title=Special:Book&bookcmd=download&collection_id=e4855f6412
fdb67b4ee2b07ca720e0845bcc7115&writer=rdf2latex&return_to=The+Comp-
lete+Works+of+Swami+Vivekananda%2FVolume+5%2FNotes+from+Lect-
ures+and+Discourses%2FSadhanas+or+Preparations+for+Higher+Life. Um sad-
hana er líka fjallað í A.S. Dalal, „introduction“, Sri Aurobindo and The Mother,
The Yoga of Sleep and Dreams. The Night-School of Sadhana, úrval úr verkum Sri
Aurobindo og Móðurinnar, A.S. Dalal tók saman og ritaði inngang, Twin Lakes:
Lotus Press, 2004, bls. xiii–xxix, hér einkum bls. xxvii–xxviii. Hér er vísað til bókar
Sri Aurobindo af tvennum sökum: Hann er ásamt Vivekananda sá sem stóð að
svokallaðri „endurreisn jóga“ og Hohlenberg heimsótti hann til indlands árið 1916.
Um „endurreisn jóga“, sjá Joseph S. Alter, Yoga in Modern India. The Body Between
Science and Philosophy, Princeton: Princeton University Press, 2004, bls. 26. Um
sadhana, sjá einnig ítarlega umfjöllun, m.a. í tengslum við Stanislavskíj, í David L.
Haberman, Acting as a Way of Salvation. A Study of Rāgānugā Bhakti Sādhana, Ox-
ford: Oxford University Press, 1988, bls. 65–69.
58 Sjá Meistarar og lærisveinar, bls. 76. Sjá einnig H.P. Blavatsky, The Theosophical
Glossary, Lon don: The Theosophical Publishing Company, 1892, bls. 92 og 93
(hér hefur verið stuðst við rafrænu endurútgáfu ritsins: https://theosophytrust.org/
Online_Books/Theosophical_Glossary_V1.2.pdf, sótt 15. ágúst 2016); Johannes
E. Hohlenberg, Yoga og gildi þess fyrir Evrópu, bls. 67–70. Sjá einnig heilan kafla um
dharana og dhyana í Swami Vivekananda, Raja Yoga, bls. 53–60.
59 Swami Vivekananda, Raja Yoga, bls. 69. Sjá einnig Johannes E. Hohlenberg, Yoga
og gildi þess fyrir Evrópu, bls. 72–73.
60 Sjá Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 81–83.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“