Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 115
114
Það er engin tilviljun að Laxness nefnir verk Helga og súrrealistanna
í sömu andrá. Í framhaldinu fullyrðir hann að „[f]jölvísar bækur þessa
höfundar hafi oft upphafinn blaðamannastíl einsog hjá hámentuðum
dálkahöfundum heimsblaðanna, og svo kláran að maður skilur hann“.6
Loks hnykkir hann á ritsnilli Helga um leið og hann slær varnaðartón:
„Ritsnillíngur var hann slíkur, sem áður segir, að margir urðu geðbilaðir af
að lesa hann“.7 Á svipaðan hátt og Laxness segir stíl Helga gera „íslenskan
nútímarithöfund að hálfgerðu ómálgabarni“,8 skrifar hann annars staðar
um skáldsöguna Ulysses (Ódysseifur, 1922) eftir James Joyce, sem hann kall-
ar „höfuðskáld surrealismans“, að „þessi tilraun“ sé „í eðli sínu svo einstæð
að hver sá maður sem reynir að líkja eftir öðru eins furðuverki gerir sjálfan
sig að minna manni; eða öllu heldur fargar sér sem rithöfundur“.9 Í augum
Laxness er Ulysses í raun ekki skáldverk, bókin „verkar öllu heldur einsog
spóluband útgeingið úr rafheila sem erfitt er að segja um hvort djúpvitur
spekíngur eða óvitakrakki hefur álpast til að setja á stað“.10 Frammi fyrir
skrifum alheimslíffræðingsins og afurðum súrrealismans fyllist Laxness
M[agnús] J[ónsson], „Ritsjá“, Eimreiðin 3–4/1921, bls. 252–254, hér bls. 254.
Einnig má hér benda á grein frá árinu 1957, þar sem Bjarni Bjarnason kemst svo að
orði: „Yfirleitt hafa menn orðið sammála um, að dr. Helgi hafi manna bezt skrifað
íslenzka tungu, enda um svo augljósa staðreynd að ræða, að engum yrði þar stætt,
er í móti vildi mæla.“ „Dr. Helgi Pjeturss“, Eimreiðin 4/1957, bls. 257–274, hér
bls. 271. Sjá einnig t.a.m. Á[rni] H[allgrímsson], „Ennýall“, Iðunn 4/1930, bls.
409–412, hér bls. 409; Jónas Jónsson, „Formáli“, Helgi Pjeturss, Viðnýall. Afmælis-
rit, Reykjavík: Bókaútgáfa Guðjóns Ó Guðjónssonar, 1942, bls. 3–7, hér bls. 5–6;
Jóhannes úr Kötlum, „Íslenzk heimspeki“, Iðunn 1–2/1933, bls. 33–60, hér bls. 34.
Viðtökusaga nýalsspekinnar fellur utan ramma þeirrar umfjöllunar sem hér birtist,
en áhugasömum er bent á textasafn sem hefur að geyma greinar frá ólíkum tímum
eftir fylgismenn nýalsspekinnar og málsmetandi menntamenn og rithöfunda: Þor-
steinn Guðjónsson (ritstj.), Málþing Íslendinga um fyrsta heimspekinginn og framhald
lífsins, Reykjavík: Lífgeislaútgáfan / Félag Nýalssinna, 1979.
6 Sama rit, bls. 17.
7 Sama rit, bls. 18.
8 Sama rit, bls. 18.
9 Halldór Laxness, Skáldatími, Reykjavík: Helgafell, 1963, bls. 60–61. Lýsingin á
Joyce sem „höfuðskáldi surrealismans“ er lýsandi fyrir frjálslegan skilning Laxness
á súrrealismanum og öðrum framúrstefnuhreyfingum í upphafi tuttugustu aldar.
Um þetta hef ég fjallað ítarlega á öðrum vettvangi, sjá einkum „„A new movement
in poetry and art in the artistic countries abroad“. The Reception of Futurism in
iceland“, International Yearbook of Futurism Studies 6/2016, bls. 220–249 og „Af
úrkynjun, brautryðjendum, vanskapnaði, vitum og sjáendum. Um upphaf framúr-
stefnu á Íslandi“, Ritið 1/2006, bls. 79–119.
10 Sama rit, bls. 62.
BenediKt HjaRtaRSon