Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 208
207
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA
Klint vann verkið inn á við, ef svo má að orði komast, allt frá byrjun hins
andlega ferils þar til kom að úrslitastundu og endanlegri opinberun. Fyrsta
serían heitir Frumóreiðan (Urkaos, 1906–1907) en það gefur til kynna að
hún hafi í raun byrjað á upphafinu, bæði hvað varðar tíma og efni.58
Andleg vegferð af Klint sjálfrar virðist hafa legið samsíða Verkinu.
Henni jókst skilningur meðfram því sem hún málaði. Málverkin eru þó
ekki sértæk heldur almenn; þau voru ætluð til uppfræðslu fyrir allt mann-
kynið. Þrátt fyrir að „mannkynið hafi ekki enn verið reiðubúið“ fyrir boð-
skap þeirra (eins og segir í erfðaskrá af Klint) var Musterismálverkunum,
þegar þau væru komin á sinn stað í musterinu, ætlað að leiða aðra í gegn-
um andlega vegferð. Af Klint hefur ótvírætt upplifað sig sem trúboða.
Þann 4. nóvember 1906 ávarpar hún sjálfa sig – þ.e. andinn sem virðist
skrifa í gegnum hana ávarpar hana – og skrifar: „Þú munt vinna verk sem
verður komandi kynslóðum mikil blessun.“ Hér er átt við Verkið en mark-
mið þess var endurlausn mannkyns: „Köllun þín er að opna augu þeirra
svo þau megi sjá eilíft líf.“59 Málverk hennar voru þó „framtíðinni ætluð“
og hún hélt þeim fyrir sig. Vert er að taka fram að af Klint stóð alls ekki
utan við daglegt amstur, hún tók þátt í félagslegum viðburðum og sýndi
fyrri verk sín allt til ársins 1914.60
Eftir Verkið: Hugleiðingar um miðilshlutverkið
Árið 1915 var Musterismálverkunum lokið. Af Klint hóf nær samstundis
listrænt könnunarferli til að gera upp við það sem hún hafði málað. Þetta
endurspeglar miðilsstarfið og þá ósjálfráðu þætti sem einkenna vinnuferli
hennar frá 1906. Hún málaði, ýmist að hluta til eða að fullu, í leiðslu
og kynntist verkum sínum um leið og hún málaði þau. Hún vann ekki
(meðvitað) hugmynda- eða undirbúningsvinnu heldur varð verkið til á
sjálfu andartaki sköpunar þess. Þegar listamaðurinn stóð svo frammi fyrir
verkunum brást hún við með því að hefja ferli hugleiðinga, samþætting-
ar, ítarlegrar könnunar og að lokum enduruppgötvunar. Sérstaklega má
nefna Parsifalseríuna (144 verk á pappír í þremur flokkum) sem tilraun til
að gera upp við Musterisverkin. Á þessu íhugunartímabili beint í kjölfar
58 Sjá stutt yfirlit um alla flokka Musterismálverkanna í Anna Maria Svensson, „The
Greatness of Things“, bls. 17–23. Ekki er enn til neinn catalogue raisonné eða annað
heildaryfirlit.
59 Vitnað eftir Daniel Birnbaum, „Universal Pictures“, bls. 185.
60 Anna Maria Bernitz, „Hilma af Klint and the New Art of Seeing“, bls. 590.