Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 217
216
Í tilviki miðilslistamanna vaknar sú spurning hvort þeir hafi komist í
annarlegt ástand til þess að vinna úr þeirri angist sem fylgir því að vera
frumlegur, hugvitssamur og róttækur eða hvort það hafi aðeins verið í
leiðsluástandi sem hæfileikar þeirra gátu komið fram. Hið síðarnefnda
átti t.d. við um Aßmann.78 Ég tel líklegt að hið fyrrnefnda hafi átt við um
Hilmu af Klint. Allir þættir Musterismálverkanna, allt frá björtum lita-
skalanum til sterkra lína og margbrotinna forma, til óhlutbundinna flata,
pensilbeitingar, strigastærðar, undirbúnings og grunnunar, viðfangsefnis
og táknheims, eru ólíkir hinum fastmótuðu, hefðbundnu verkum sem af
Klint hafði unnið áður. Þannig er e.t.v. ráðlegt, eins og Lars Bang Larsen
hefur lagt til, að líta á leiðarandana sem kveikjur að sjálfsköpun listamanns-
ins, að sá möguleiki að þeir væru til hafi einn og sér auðveldað af Klint að
yfirstíga það sem henni hafði verið kennt í akademíunni.79
Ég held því fram að hinn róttæki nýi stíll sem af Klint hóf að vinna í
kunni að hafa átt þátt í að dýpka miðilsstarfsemi hennar á árunum 1905–
1908. Mörg fyrstu Musterismálverkin hafa fljótfærnislegt og hrátt, jafn-
vel viðvaningslegt yfirbragð. Sjá má mistök og óheppilega tæknibeitingu.
Enginn vafi leikur á færni eða haldgóðri menntun af Klint og þess vegna
virðist líklegt að sjálf þörfin fyrir að koma vitrunum sínum á strigann hafi
einfaldlega verið svo þrúgandi að hún hafi yfirgnæft alla viðleitni til fágunar
í stíl eða tækni. Í dagbók af Klint má lesa varnaðarorð frá leiðaröndunum,
sem segja henni að leggja eigið sjálf til hliðar og eyða ekki tíma í gagns-
lausar vangaveltur eða t.d. áhyggjur af óvönduðum litum80 – sem bendir í
sjálfu sér til þess að hún hafi einmitt haft áhyggjur af slíkum hlutum. Ég tel
Autobiography of Alice B. Toklas“, Arizona Quarterly. A Journal of American Literature,
Culture, and Theory 4/2014, bls. 49–83. Til að sprengja ekki ramma þessarar greinar
fjalla ég hér aðeins um áhrif kyngervis, en stéttarstaða og formleg menntun voru
augljóslega jafn mikilvæg, t.d. þurftu margir karlkyns listamenn sem voru utangarðs
og féllu í miðilsleiðslu að yfirstíga lága stéttarstöðu og/eða skort á menntun.
78 Corinna Treitel, A Science for the Soul, bls. 120–124.
79 Lars Bang Larsen, „Sympati for det usynlige. Hilma af Klint og det esoteriskes
æstetik“, Hilma af Klint, ritstj. Holm og Colstrup, bls. 69–74, hér bls. 71. Einnig
er varasamt, í þessu tilliti, að telja handleiðslu anda „auðvelda“ lausn þrátt fyrir að
hún geri mögulegt að sveigja hjá vandamálum tengdum höfundinum og brotum á
kynjahlutverkum, sem voru óásættanleg í augum samfélagsins. Í fyrstu var af Klint
afar vantrúuð á andana eins og lesa má í fyrstu dagbókum hennar, en þar ávíttu and-
arnir hana oft fyrir efagirni hennar. Gertrud Sandqvist, „The Great Affirmation“,
bls. 262.
80 Anna Maria Svensson, „The Greatness of Things“, bls. 17.
teSSel M. Bauduin