Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 180
179
2. Líta má á dulspeki sem þekkingarfræðilegt fyrirbrigði og þannig
má lýsa henni frá sjónarhorni sagnfræði, félagsfræði og kenninga
um vísindi.
3. Dulspeki er knúin áfram af skefjalausri bjartsýni og trú á altæka
þekkingu.
4. Dulspekileg eða esóterísk þekking er ekki í andstöðu við viður-
kennda eða exóteríska (kirkjulega, akademíska, staðlaða eða norma-
tífa o.s.frv.) þekkingu, heldur í díalektísku sambandi við hana.
5. Meginspennan í díalektík dulspekilegrar þekkingarfræði er á milli
þekkingar og trúar.
6. Mesta ögrun dulspekinnar felst í því að hún rýfur mörk röklegrar
og raunbundinnar (þ.e. empírískrar) þekkingar og leitar inn á svið
goðsagna og bókmennta.
7. Dulspeki er órofa þáttur í evrópskri þekkingarsögu.
Athugun 1. Frá skilningi á dulspeki sem inntaki til skilnings á dul-
speki sem mótun. Nýrri rannsóknir á dulspeki hafa sannað gildi sitt á lýs-
andi hátt með nýjum svörum við spurningunni um sjálft dulspekihugtak-
ið. Á síðastliðnum árum hafa orðið eins konar Kóperníkusarhvörf: horfið
hefur verið frá skilningi á dulspeki sem inntaki, þ.e. sem efnivið er hægt
sé að skilgreina með hlutlægum mælikvörðum, í átt til skilnings á dulspeki
sem orðræðubundinni málamiðlun [þ. Verhandlung].
1.1 Hefðbundin söguleg yfirlit, sem hafa getið af sér mikilvægar leiðar-
sagnir og titla á borð við „Meginstrauma gyðinglegrar dulhyggju“
eða „Sögu dulspekistrauma“, stúka dulspekina af – einmitt vegna
sögulegrar sérstöðu hennar – sem sjálfstæðan og í meginatriðum
lokaðan kafla í sögu trúarbragðanna. Sambærilegar kennilegar
rannsóknir, sem helgaðar eru tilteknum hugmyndum dulspekinnar
um náttúruna, manninn, sálina, söguna, tungumálið o.s.frv., byggj-
ast sömuleiðis á að hægt sé að skilgreina sérstöðu dulspekinnar.
1.2 Andstæður þessu er sá skilningur að dulspeki verði ekki skil-
greind almennt út frá hlutlægum mælikvörðum, heldur taki hún
öllu heldur sem slík til safns fyrirbrigða sem séu afar fjölbreytileg
bæði frá sögulegu og kennilegu sjónarhorni (allt frá goðsöguleg-
um skilningi á náttúrunni til galdraiðkunar og lækninga og jafn-
vel skáldlegra hugmynda um tungumálið); um leið er litið svo á
að sem hugtak hafi „dulspeki“ verið tengt afar fjölbreytilegum og
SJÖ ÞEKKiNGARFRÆðiLEGAR TiLGÁTUR UM DULSPEKi