Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 238
237
rökstyðja það af hverju orðið hafi samt átt heima á glæru sem hafði yfir-
skriftina „nafngreindir einstaklingar kallaðir…“).
Önnur dæmi eru orðin „greinilega eitthvað skemmdur“, „trúar-
rugludallaleiðtogi“, „loddari“ og „brjálæðingur“. Þau hljóma ansi illa, en
staðreyndin er sú að þau eru tekin úr athugasemdum við tvær af færslum
Matthíasar37 og voru ekki skrifuð af honum né neinum öðrum félagsmanni
í Vantrú, heldur af einhverjum manni úti í bæ, alls ótengdum félaginu.
Loks notar Matthías aldrei orðið „bjáni“ um neinn annan en sjálfan sig.38
Það voru þessi vinnubrögð sem mér þóttu mjög gagnrýniverð, þar sem
sjö af tuttugu orðum, meira en einn þriðji af öllum orðunum á glærunni,
eiga alls ekki heima þar, miðað við það samhengi sem Bjarni sjálfur þó
gefur þeim. Þetta eru þó einungis þau orðanna sem ég skoðaði og beinlínis
er fjallað um á heimasíðu Vantrúar um málið og vel má vera að enn fleiri
orki tvímælis.39 Þetta tók ég allt saman fram í upprunalegri gagnrýni minni
á greinar Guðna, auk þess sem þessi dæmi eru til opinberlega. Samt lætur
hann eins og þessi gagnrýni hafi aldrei komið fram og minnist ekkert á
þetta í þessum tveimur greinum sem eiga að heita svar við gagnrýni minni.
Er það þetta sem Guðni á við þegar hann talar um hvernig sönnunargögn
eru rangtúlkuð, ekki rædd eða ekki leituð uppi? Er lesandanum hér gefið
vald til að draga sínar eigin ályktanir?
Þetta er þó ekki allt. Ef við lítum framhjá því að stór hluti orðanna
á umræddum lista voru alls ekki það sem Bjarni Randver sagði að þau
væru, nefnilega orð notuð um nafngreinda einstaklinga, má enn spyrja
sig hvort það sé nóg til að „draga fram samskiptastíl sem vekur þreytu eða
óþol hjá einstaklingum beggja vegna borðsins“, „skoða hvers konar sam-
skiptamynstur einkenni trúarumræðuna“ nú eða „að draga fram núning
og árekstra milli ólíkra hópa“? Sýnir listi Bjarna „undanfara eða tildrög
skilaboðanna“ eða „hvaða áhrif samskiptin hafa“, eins og Guðni Elísson
tekur fram í grein sinni að meðal annars felist í slíkri orðræðugreiningu
sem hann segir Bjarna Randver stunda?
37 Þessar umræður má finna á vefslóðunum: http://www.orvitinn.com/2002/
10/02/13.37/ og http://www.orvitinn.com/2003/02/11/14.36/
38 Nú mætti auðvitað halda því fram að Matthías eigi að bera ábyrgð á því sem aðrir
segja á vefsíðu hans. Það þykir mér ekki sannfærandi og ef svo væri, þá er fram-
setning Bjarna villandi. Fókusinn hér er þó á greinar Guðna.
39 Ritstjórn Vantrúar. „iX Guðfræði í HÍ: Orðbragðið“, 26. febrúar 2010, sótt 15.
september af http://www.vantru.is/2010/02/26/13.00/.
AF AðFERð CHOMSKYS OG ViNNUBRÖGðUM GUðNA ELÍSSONAR