Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 104
103
satanískar athafnir. Zacharias tilgreinir í því samhengi lýsingu á gjörn-
ingi Muehls, „Krossfesting“ (materialaktion nr. 4, 1964), þar sem maður
er bundinn upp á kross og skvett er á hann málningu og matvælum eins
og hveiti og eggjarauðu, en hér er á ferðinni vanhelgun á kristnum tákn-
um sem svipar til aðgerðar Nitsch. Greining Zacharias er í marga staði
upplýsandi. Efnið sem er fleygt á manninn túlkar hann sem tákn fyrir
„prima-materia, hið móðurlega frumefni heimsins“78, en hugmyndin um
prima materia er fengin úr hefð alkemíu.79 Túlkun sinni til stuðnings vísar
hann á moldina, svarta málninguna og notkun á efni með áferð galls sem
táknmyndir frumefnisins, en matvælin (einkum eggin) les hann sem vísun
í frjósemiseðli prima materia. Zacharias vitnar auk þess til lýsingar Muehls
á kvenmódeli sem situr „eins og norn“ og sér hana sem tákngervingu
„nornalegrar formóður“.80 Í tilviki Nitsch skírskotar Zacharias til með-
ferðar hans á lambaskrokkum, að þeir séu ítrekað krossfestir og rifnir á
hol í verkum hans, rétt eins og átti sér stað í Abreaktionsspiel. Að auki vísar
hann í handrit Nitsch að König Ödipus (Ödipus konungur, 1964/1976)
og skrif hans í MANIFEST das lamm (Stefnuyfirlýsing lambsins, 1964).
Líkast til eru seinni aðgerðir aksjónistanna, líkt og Abreaktionsspiel, að ein-
hverju leyti að bregðast við þessum skrifum Zacharias, á þann hátt að
aksjónistarnir ýti hér viljandi undir þessa goðsögn og nýti sér hana til að
hnykkja á ögruninni. Þó ber að hafa í huga að orðræða dulspekinnar hafði
fylgt aksjónismanum frá byrjun sem meginþáttur í aðgerðum hreyfing-
arinnar.81
Frá sjónarhorni Zacharias á „satanisminn í dæmigerðu, milliliðalausu
sambandi við kristna hefð“ og í honum blasir við „helsta birtingarmynd
„skuggahliðar“ kristindómsins“.82 Ummælin eru dæmigerð fyrir „orðræðu
um satanisma“, þar sem litið er á hann sem Hinn andspænis kristindómin
riti Massimos introvigne og Eckhards Türk, Satanismus. Zwischen Sensation und
Wirklichkeit, Freiburg im Breisgau og Vín: Herder, 1995.
78 Gerhard Zacharias, Satanskult und Schwarze Messe, München og Berlín: Herbig,
1979, bls. 163.
79 Prima-materia eða frumefni er efnið sem er nauðsynlegt fyrir sköpun viskusteinsins,
sem átti að geta umbreytt óæðri málmum í gull.
80 Gerhard Zacharias, Satanskult und Schwarze Messe, bls. 163.
81 Hér vísa ég til helgisiðaumgjarðar stefnuyfirlýsingarinnar og viðburðarins Blutorgel
(Blóðorgel, 1962), sem er oft nefndur sem fæðingarstund aksjónismans.
82 Gerhard Zacharias, Satanskult und Schwarze Messe, bls. 9.
ÓSiðLEGiR GJÖRNiNGAR OG RÓTTÆKAR LAUNHELGAR