Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 28
27
og stök – vinsuð frá allri þjóðernishyggju – vekja upp þanka um hvort og
þá hvernig Þórbergur hafi samþætt þjóðlegan fróðleik úr Suðursveit
þeim austrænu fræðum sem hann tileinkaði sér, en að því skal vikið nánar
seinna.75
En áfram með Þórberg og Stanislavskíj. Öfugt við Rússann talar Þór-
bergur allajafna ekki um yfirvitund, þótt hana beri vissulega á góma í
þýðingunum. Hann greinir á milli þess sem hann kallar ég-vitund, persónu-
leika, blekkingu persónuleikans, hið sundurvirka eðli, einstaklingseðli, hinn
óæðra mann eða hið aðhverfa viðhorf annars vegar og hins vegar þess sem
hann nefnir hinn ópersónulega mann, hið samvirka eðli, hið fráhverfa viðhorf,
hinn æðri mann, leynda nábúann eða bara nágrannann.76 Persónuleikinn
eða „blekking persónuleikans“ er að sögn skáldsins hnútur sem lífs-
baráttan hefur hnýtt á sálarlíf manna, sjálfslygi, sem hefur klofið „lífið
sundur í „mitt“ og „þitt“, húsbændur og þræla, auð og örbirgð, trúar-
brögð og ríki, ótta og huggun“.77 Orðanotkun Þórbergs sýnir hvernig
hann tvinnar saman hugmyndir úr ýmsum áttum. Hér skal aðeins tæpt
á fáu einu: Guðspekingurinn Annie Besant kallar hinn dauðlega hluta
mannsins beinlínis „persónuleika“.78 Vivekananda talar hins vegar oftar
en einu sinni í verkum sínum, um „hnúta“ eða „hnúta á hjartanu“ sem
binda menn við „efnið“ og þörf er að leysa ef þeir vilja ná nokkrum
þroska.79 Í „klassískum“ jógafræðum, t.d. hinum innri fræðum (e. uphanis-
hads), eru hnútarnir almennt taldir þrír: vanþekking, græðgi og eigingjarnar
athafnir – og blasir þá við hver grunnurinn er að persónu leikahugmynd
75 Soffía Auður Birgisdóttir ræðir um Þórberg og minnistækni og telur ekki ólíklegt
að einangrun sveitafólks eins og Suðursveitunga á fyrri tíð hafi valdið því að það
hafi átt auðveldara með að festa sér í minni umhverfi og atburði daglegs lífs. Hún
fjallar hins vegar ekki um samtengingu alþýðlegrar minnisþjálfunar og jóga, sbr.
Soffía Auður Birgisdóttir, Ég skapa – þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar,
Reykjavík: Opna, 2015, bls. 60–61.
76 Sjá t.d. Þórbergur Þórðarson, „Í myrkri persónuleikans“, Þjóðviljinn, 27. janúar
1950, bls. 3 og 7; Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 86; Matthías
Johannessen, Í kompaníi við allífið, bls. 60.
77 Sjá Þórbergur Þórðarson, „Í myrkri persónuleikans“, bls. 7.
78 Sjá Annie Besant, „The Seven Principles of Man“, Theosophical Manual 1, breytt
og leiðrétt útgáfa, London: The Theosophical Publishing Society, 1909, bls. 20
(hér hefur verið stuðst við rafræna útgáfu verksins, sótt 18. júlí 2016 af http://www.
anandolgholap.net/seven_Principles_Of_man-AB.htm).
79 Sjá t.d. Svami Vivekananda, Bhakti Yoga, Leeds: Celephaïs Press, 2003, bls. 68;
Swami Vivekananda, „Sayings and Utterances“, The Complete Works of Swami
Vivekananda, 5. bindi, [s.n]: Zhingoora Books, 2012, bls. 568.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“