Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 71
70
Bertelsen er í krafti náðargáfu sinnar leiðtogi andlegs félagsskapar sem
hverfist um skipulagða andlega iðkun, er Móður Maríu hampað og Rabía-
stofnunin er byggð upp á svipaðan hátt sem andleg samtök. Sterk teng-
ingin milli Bertelsens og Bláu dömunnar er undirstrikuð – eins og Poul
Behrendt hefur sýnt fram á í Den hemmelige note – með „tilvitnun“ þeirrar
síðarnefndu í texta Bertelsens, Dzogchenpraksis som bevidsthedsvidde (2003),
þar sem Bertelsen endurorðar hugmynd Leibniz um guðvörn (fr. theodicée)
með því að líkja Guði við listamann sem leggur sig fram við sköpunarverk
sitt.52 Hjá Høeg segir Bláa daman á hliðstæðan hátt: „Guð er eins og
eldabuska. Þegar hún hefur bakað brauð þá hefur hún gert sitt besta. Með
öllu tilheyrandi. Líka viðbrunnum hluta skorpunnar. Að vissu leyti hlýtur
illskan að koma frá Guði.“53
Í Den stille pige eru áhrif Bertelsens augljósust í lýsingum á andlegri
iðkun í formi bæna og hugleiðslu. Þetta lykilminni má tengja við áður-
nefnd hvörf frá guðfræði og goðafræði til trúar á altæka þekkingu í krafti
andlegrar reynslu og innsæis. Hér má finna ástæðuna fyrir áherslu skáld-
sögunnar á andlega reynslu og mikilvægi andlegrar iðkunar. Lykilhugtak í
þessari „reynslufrumspeki“ er „kyrrð“ [d. stilhed]; kyrrð sem Kasper Krone
hefur ekki sjálfur náð valdi á, en sem hann skynjar í krafti yfirskilvitlegrar
heyrnar sinnar. Skáldsagan heitir Den stille pige, eða Hljóða stúlkan, og stúlk-
an sem um ræðir, KlaraMaría, og ellefu önnur börn hafa svo mikið vald á
‚kyrrðinni’ að þau geta haft gríðarleg áhrif á efnisheiminn. Augljóslega
eru þessi andlega hæfileikaríku börn, sem leika sér í fullkomnu samlyndi
og kyrrð, útópísk hugsjón skáldsögunnar um næsta þrep í vitundarþróun
manneskjunnar. Í heildina litið er „kyrrð“ mikilvægasta tegund andlegrar
reynslu í skáldsögunni. Krone sjálfur er – þrátt fyrir yfirnáttúrulega heyrn
sína – rétt að byrja að uppgötva dýpt hugleiðslukyrrðarinnar. Bláa daman
er meistari skáldsögunnar; holdgervingur þessarar kyrrðar í sinni þróuð-
52 Jes Bertelsen, Dzogchenpraksis som bevidsthedsvidde, Kaupmannahöfn: Rosinante,
2003, bls. 116.
53 Peter Høeg, Den stille pige, bls. 325. Poul Behrendt telur einnig að Høeg sé upphafs-
maður þessa kafla í bók Bertelsens, Dzogchenpraksis som bevidsthedsvidde. Bertelsen
þakkar Høeg fyrir aðstoð hans sem stílráðgjafi og þar sem ímynd listamannsins er
notuð sem myndlíking í textanum telur Behrendt að Høeg hljóti að hafa skrifað
hann. Þannig telur hann að um sé að ræða innri textatengsl (e. intratextuality),
ekki ytri textatengsl (e. intertextuality). Við getum hins vegar aðeins verið viss um
að tilvitnunin vísar til ytri textatengsla, möguleg innri textatengsl verða að teljast
óviss.
GíSli MaGnúSSon