Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 176
175
andreas B. Kilcher
Sjö þekkingarfræðilegar tilgátur
um dulspeki
Í tilefni af tíu ára afmæli prófessorsstöðunnar
í Amsterdam
Inngangur að þýðingu
Grein Andreas B. Kilcher, „Sjö þekkingarfræðilegar tilgátur um dulspeki“,
lætur ekki mikið yfir sér, en þó er leit að grein sem opnar jafn skarpt og um
leið víðfeðmt sjónarhorn á þær grundvallarspurningar sem við er að eiga þegar
fjallað er um dulspeki. Greinin birtist upphaflega í enskri þýðingu árið 2009, í
ritinu Hermes in the Academy, sem gefið var út í tilefni af tíu ára afmæli prófess-
orsstöðu í „sögu hermetískrar heimspeki og skyldra strauma“ við háskólann
í Amsterdam. Við þýðinguna hefur verið stuðst við þá útgáfu, en með góð-
fúslegu leyfi höfundar var einnig unnt að hafa til hliðsjónar óútgefið handrit
á þýsku.1 Líkt og José van Dijck bendir á í formála að Hermes in the Academy
fékk hugtakið „vestræn dulspeki“ [e. Western esotericism] marga fræðimenn
enn til að „hnykla brýnnar“ þegar prófessorsstaðan í Amsterdam var stofnuð
undir lok tíunda áratugarins,2 en starfsemin í Amsterdam hefur átt virkan þátt
í að koma rannsóknum á sviðinu á kortið innan hug- og félagsvísinda. Auk
prófessorsstöðunnar í Amsterdam og rannsóknasetursins sem henni tengist
er hér ástæða til að nefna stofnun evrópsku rannsóknasamtakanna ESSWE
(European Society for the Study of Western Esotericism) árið 2005 og ráð-
1 Andreas B. Kilcher, „Seven Epistemological Theses on Esotericism. Upon the
Occasion of the 10th Anniversary of the Amsterdam Chair“, Hermes in the Academy.
Ten Years’ Study of Western Esotericism at the University of Amsterdam, ritstj. Wouter J.
Hanegraaff og Joyce Pijnenburg, Amsterdam: Amsterdam University Press, 2009,
bls. 143–148. Afstaða þýðingarinnar til frumtextans eða öllu heldur frumtextanna
er nokkuð flókin. Í meginatriðum var tekið mið af ensku þýðingunni, en þó var
horft til þýska frumtextans þar sem íslenskan gerði kleift að fara nær merkingunni
en í ensku þýðingunni.
2 José van Dijck, „Preface“, Hermes in the Academy, bls. 7–8, hér bls. 7.
Ritið 1/2017, bls. 175–185