Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 123
122
Nýall tilheyrir hópi slíkra verka frá þessu tímabili, sem skipa sér niður á
mótum vísinda og andlegra hefða og taka oft gagnrýna afstöðu til beggja.
Vísindalega ígrunduð mælskulist verksins er þannig útkoma langvinns
ferlis þar sem ný orðræða á mörkum andlegra hefða og alþýðlegrar vís-
indaumræðu hafði verið í mótun.34 Skref Helga yfir í nýalsspekina er
ekki aðeins til marks um innreið hans í ríki hugarflugs og skáldskapar,
heldur er það um leið afurð vísindalegrar þekkingar. Í stuttu máli sagt:
það rými ímyndunar sem lýkst upp á síðum Nýals er ekki einfaldlega af
skáldlegri rót, segja má að verkið slíti sig ekki úr fjötrum vísindalegra
hefða og þjakandi reglufestu heldur gangist það þvert á móti ímyndunar-
afli og orðkynngi nýrrar vísindalegrar orðræðu á vald. Þegar rætt er um
vísindahyggju og vísindalega ígrundun nýalsspekinnar í þessu samhengi
er vísað til þess hvernig þekking dulspekinnar tekur sér markvisst stöðu
gagnvart vísindalegri orðræðu samtímans og beitir „uppfinningum“ henn-
ar, „vísindalegum orðaforða, stærðfræðilegum útreikningum, kenningum,
vísunum og stílbrögðum“, burtséð frá því hvort hér er beitt „aðferðum
sem eru almennt viðurkenndar innan vísindasamfélagsins“ eða viðteknar
venjur hefðbundinnar vísindastarfsemi virtar.35
Stílgaldurinn sem Laxness vegsamar er fyrst og fremst til marks um að
beitt er nýrri aðferð sem sækir til hinna ströngu vísinda. Til að varpa ljósi
á rætur mælskulistarinnar í vísindalegri orðræðu er gagnlegt að líta á skýr-
ingu Helga á orðgnóttinni í verkinu:
34 Hugtakið „alþýðleg vísindaumræða“ tekur í víðum skilningi til „hvers kyns miðl-
unar vísinda í rituðu máli“ sem beint er til „annarra en sérfræðinga“ á viðkom-
andi sviði. Sarah Tinker Perrault, Communicating Popular Science. From Deficit to
Democracy, Houndmills: Palgrave Macmillan, 2013, bls. xiii. Í samhengi þessarar
greinar er í senn horft til vísindatímarita og verka eftir vísindamenn sem ætluð eru
almenningi, margvíslegra tímarits- og dagblaðagreina og loks skrifa listamanna,
menntamanna og annarra alþýðufræðara um vísindaleg efni. Um lykilhlutverk
alþýðlegrar vísindaumræðu á hinum menningarlega vettvangi í upphafi tuttugustu
aldar, sjá m.a. Linda Dalrymple Henderson, „Modernism and Science“, Modern-
ism, ritstj. Ástráður Eysteinsson og Vivian Liska, Amsterdam og Philadelphia: John
Benjamins, 2007, bls. 383–403, hér bls. 383–384.
35 Sama rit, bls. 69. Hammer ræðir hér um þær mælskufræðilegu aðferðir dulspeki sem
hann kennir við vísindahyggju eða „scientism“. Þegar talað er um „vísindahyggju“
á íslensku glatast að nokkru leyti aðgreiningin í þá þekkingu sem telst „vísindaleg“
(e. scientific) annars vegar en þá þekkingu sem gerir tilkall til að teljast vísindaleg (e.
scientistic) hins vegar. Umræðan um „strangvísindalega“ eða „vísindalega ígrundaða“
dulspeki Helga Pjeturss vísar í þessum skilningi til þekkingar sem gerir tilkall til
vísindalegs þekkingargildis, óháð því hvort innistæða er fyrir því.
BenediKt HjaRtaRSon