Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 224
223
astralheiminn.“89 Eftir að Verkinu var lokið skrifað Klint að hún ætlaði sér
að halda áfram að „sýna astralsviðið með litum og formum.“90
Það er hafið yfir vafa að af Klint hefur sótt hugmyndina um að sjá
astralsviðið eða form þess (og annarra sviða) til guðspeki, einkum guð-
speki Annie Besant og Charles Leadbeater sem voru leiðtogar annarrar
kynslóðar Guðspekifélagsins. Bæði í sameiningu og hvort í sínu lagi gerðu
þau margar tilraunir með andlega sýn, dulskyggni og sjón þriðja augans
og „sáu“, eða sögðust hafa séð, astralsviðið og „hugsanaformin“ þar. Þau
gerðu dulfræðilegar athuganir á frumefnum og atómum í efnafræði, en
þær virtust aðeins útheimta „smávægilega mögnun venjulegrar sjónskynj-
unar“.91 Dulfræði, spíritismi og sálarrannsóknir áttu m.a. sameiginlega
þessa viðleitni til að gera hið ósýnilega sýnilegt. Í raun eru sýnileg sönn-
unargögn ein af grunnforsendum bæði spíritisma og sálarrannsókna, á
þeim byggist tilkall beggja til þess að teljast vísindi, auk þess sem þau
eru vopn gegn efasemdarmönnum. Af Klint var viðriðin bæði spíritisma
og guðspeki og hún hrærðist í báðum þessum ólíku en skyldu dulfræði-
legu heimum, sem lágu víða saman. Spíritisminn bauð upp á miðilsfundi
þar sem kraftbirtingar áttu sér stað með miðilsskrift og -teiknun og eftir
fleiri leiðum. Með þeirri áherslu sem önnur kynslóð guðspekinga lagði á
dulskyggnirannsóknir á ljósvaka- og astralsviðum og -formum bauð guð-
spekin upp á blandaða áherslu á andlega uppbyggingu alheimsins og heil-
aga rúmfræði [e. sacred geometry]. Frásagnir af sýnileika ákveðinna fyrir-
brigða, hvort heldur var í (vanabundnum) efnisheimi eða á ljósvaka- eða
astralsviðum, voru áberandi í báðum heimum. Svo ég leyfi mér að umorða
setningu Boccionis, er það sem á að sýna (andlegar hugmyndir) sannarlega
það sem hinn dulskyggni listamaður sér.
Ég vil að auki halda því fram að af Klint hafi hugsanlega tileinkað sér
kynjaða orðræðu um sköpun og endursköpun í eigin samtíma og snúið
sér að könnun og sjónrænum rannsóknum einmitt vegna þess að hún var
kona og þar með, út frá eigin sjálfsmynd, í eðli sínu ílát. Að lokum tel ég
89 Åke Fant, „The Case of the Artist Hilma af Klint“, bls. 158.
90 Anna Maria Bernitz, „Hilma af Klint and the New Art of Seeing“, bls. 594 (letur-
breyting mín).
91 Sjá Annie Besant og Charles Leadbeater, Occult Chemistry, a Series of Clairvoyant
Observations on the Chemical Elements, London: Theosophical Publishing Society,
1909, bls. 2; Annie Besant og Charles Leadbeater, Thought-Forms, London: Theo-
sophical Publishing House, 1901; Charles Leadbeater, Man Visible and Invisible.
Examples of Different Types of Men as Seen by Means of Trained Clairvoyance, Adyar:
The Theosophical Publishing House, 1902.
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA