Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 19
18
lituð af vestrænum hugmyndum eða miðaðist fremur við að gefa almennt
yfirlit en kynna sérstaka jógaskóla.31 Þeir lærðu þar með það sem Elizabeth
de Michelis hefur kallað nútímajóga (e. modern yoga) til aðgreiningar frá
„klassísku jóga“.32 Stanislavskíj las ekki síst rit Ramacharaka, bæði um
hatha-jóga – sem snýst um „hin skynrænu náttúruöfl […] og hagnýtingu
þeirra í þágu líkamlegrar fullkomnunar“ – og raja-jóga sem eru fræðin
„um lífsaflið og sálarlífið“ og kenna mönnum „að ná valdi á því“.33 Frá
1918 eða þar um bil viðaði Þórbergur hins vegar að sér margvíslegu jóga-
efni og rýndi þá ekki bara í rit guðspekinga heldur líka verk fyrsta prófess-
orsins í samanburðarguðfræði í Oxford, Max Müller.34 Að auki þýddi hann
svo með ingimar Jónssyni rit Danans Jóhannesar E. Hohlenberg, Yoga
og gildi þess fyrir Evrópu (Yoga i dens betydning for Europa, 1916), þar sem
fjallað er um „fimm höfuðgreinir“ jóga, þ.á m. hatha-jóga og raja-jóga, en
eins og þýðendurnir taka fram eru greinarnar ekki skýrt aðgreindar hver
frá annarri heldur skarast sem mismunandi aðferðir til að ná sama marki,
31 Um framsetningu, litaða af vestrænum hugmyndum, sjá t.d. Suzanne Newcombe,
„The Development of Modern Yoga. A Survey of the Field“, Religion Compass
6/2009, bls. 986–1002, hér bls. 988–989. Um yfirlitseinkenni sjá t.d. R. Andrew
White, „Stanislavsky and Ramacharaka. The influence of Yoga and Turn-of-the-
Century Occultism on the System“, Theatre Survey 1/2006, bls. 73–92, hér bls. 82;
Sharon Marie Carnicke, Stanislavsky in Focus. An Acting Master for the Twenty-First
Century, New York: Routledge, 2009 [1998], bls. 174 og Elizabeth de Michelis,
„introduction“, A History of Modern Yoga. Patanjali and Western Esotericism, London
og New York: Continuum, 2008 [2004], bls. 1–16.
32 Elizabeth De Michelis, A History of Modern Yoga, hér einkum bls. 19–23. Síðar hafa
verið leidd rök að því að „klassískt jóga“ sé að mörgu leyti nútímaafurð, sbr. Mark
Singleton, „The Classical Reveries of Modern Yoga. Patañjali and Constructive
Orientalism“, Yoga in the Modern World. Contemporary Perspectives, ritstj. Mark
Singleton og Jean Byrne, London og New York: Routledge, 2008, bls. 77–99.
33 Sjá Yogi Ramacharaka, Hatha Yoga. Or the Yogi Philosophy Of Physical Well-Being,
2005, http://www.metta.org.uk/. Byggt á þýðingu Yogi Publication Society frá
1905 [1904] (sótt 4. ágúst 2016). Um Stanislavskíj og Ramacharaka, sjá t.d. Sergei
Tcherkasski, Stanislavsky and Yoga, bls. 56 og 78; R. Andrew White, „Stanislavsky
and Ramacharaka“. Tilvitnanir, sjá ingimar Jónsson og Þórbergur Þórðarson,
„Formáli“, í: Johannes E. Hohlenberg, Yoga og gildi þess fyrir Evrópu, þýð. ingimar
Jónsson og Þórbergur Þórðarson, Reykjavík: Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, 1920,
bls. 5–7, hér bls. 6.
34 Upphaf guðspekilesturs síns setur Þórbergur niður í desember 1917 en lestur
jógarita heldur síðar, sbr. Meistarar og lærisveinar, bls. 65–66. Sjá einnig „Bréf til
Kristins“, Bréf til Láru, bls. 205–240, hér bls. 221–226. Til Müllers vísar Þórbergur
í „Auðvaldinu er illa við alþýðumenntun“, Alþýðublaðið, 18. maí 1925, bls. 3.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR