Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 77
76
Stine Claussen: „Viska þín, sagði hún. – Hún er fengin að láni. Stolin.
Bútasaumur!“ Undirliggjandi gagnrýni kemur einnig fram í því að skúrkur
sögunnar (sem að lokum iðrast og „frelsast“), Josef Kain, speglar Kasper,
þegar hann vitnar í einn af kirkjufeðrunum: „Símeon hinn nýi guðfræð-
ingur, sagði hann [Kain],– skrifar að mikilvægt sé að telja hinn andlega
kennara ekki alvitran. Jafnvel þeir stærstu eru manneskjur. // Kasper átti
erfitt með að ná andanum. Ef til vill var það rakinn, ef til vill biturðin sem
fylgdi því að sitja ekki lengur einn að því að vitna í kirkjufeðurna.“76 Høeg
notar tvær aðferðir: Annars vegar lætur hann Kasper Krone búa yfir and-
legum hæfileikum frá náttúrunnar hendi; ofurheyrn og opnum huga fyrir
viskuhefðum heimsins (philosophia perennis). Hins vegar koma fram – með
undirliggjandi gagnrýni á vanþroska og breyskleika aðalsögupersónunn-
ar – efasemdir um aðferðina sem Krone notar til að miðla vitneskju sinni
um þessar viskuhefðir. Hinar mörgu tilvitnanir Kaspers Krone í andans
meistara, dulspekinga, dulhyggjumenn og guðfræðinga úr austri og vestri,
virka ekki síður sem tilraun til að bregðast við einokun bókstafstrúarmanna
á sannleikshugtakinu.
Í Den stille pige er áðurnefnt rússneskt baðhús, sem tengist rússnesku
Nevskij-rétttrúnaðarkirkjunni, samkomustaður fyrir fulltrúa hins trúaða
feðraveldis: „Prestarnir frá Sankt-Ansgarkirkjunni koma hingað. Kaþólski
biskupinn. Yfirrabbíninn. Prestur dönsku hirðarinnar. Móðir María segir
að þann dag sem þeir bjóði einnig henni og ímömunum, þá muni opnast
nýtt sjónarhorn fyrir samlíf trúarbragðanna í Danmörku.“77 Þrátt fyrir
gagnrýnina á að konur og ímamar fái ekki inngöngu, er baðhúsið hugsýn
um mögulegt samtal trúarbragðanna. Mikilvægi perenníalismans má ráða
af þeirri staðreynd að hann er einnig í aðalhlutverki í næstu skáldsögu
Høegs, Elefantpassernes børn78 frá 2010:
Öll stóru trúarbrögðin hafa tvær hliðar og ef þú spyrð mig, er önnur
andskotanum ruglaðri en hin: Úthverf hlið sem kölluð er exóterísk,
76 Peter Høeg, Den stille pige, bls. 391.
77 Sama rit, bls. 388.
78 Elefantpassernes børn er að mörgu leyti þematískt framhald af Den stille pige. Hér
notar Høeg kotroskinn fjórtán ára sögumann, sem – rétt eins og Kasper Krone
– hefur ríka tilhneigingu til að vísa í andlegt yfirvald af ýmsu tagi. Stór hluti sög-
unnar gerist á skálduðu eyjunni Finø, og sú ætlun að slá húmorískari tón lýsir sér í
afkáralegum nöfnum sögupersóna. Að öðru leyti heldur Høeg sig við spennusagna-
formið. Í þessu tilviki er sögufléttan knúin áfram af leit systkina að horfnum for-
eldrum sínum.
GíSli MaGnúSSon