Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 93
92
sem notar orð á borð við „sori, sorp, hórdómur, [og] ósiðlegur“ má „setja
þegar í stað á geðveikrahæli“.32 Muehl vitnar hér til umræðunnar um sora
og sorp (þ. Schmutz und Schund) í Austurríki og Þýskalandi, sem snerist
um sora innan bókmennta og kvikmynda og hvað þætti tilhlýðilegt menn-
ingarefni.33 Muehl hefur einnig skýrari tengsl við klámiðnaðinn, líkt og
þátttaka hans í austurrísku kynránsmyndinni (e. sexploitation-film) Schamlos
(Blygðunarlaus, 1968) gefur til kynna.34 Auk þess setti Muehl upp gjörn-
inginn Oh, Sensibility (Ó, tilfinninganæmni, 1970) á kvikmyndahátíðinni
Wet Dreams (Blautir draumar) í Amsterdam, en þar voru sýndar bannaðar
erótískar kvikmyndir og klámmyndir, þeirra á meðal Fuses (Kveikjur, 1965)
eftir listakonuna Carolee Schneeman. Hátíðin var haldin af tímaritinu
Suck, sem nefndi sig „fyrsta evrópska kynlífstímaritið“.35
Ólíkt Nitsch lítur Muehl á klám sem hluta af úrlausn á því ófremdar-
ástandi sem ríkti í Austurríki á eftirstríðsárunum. Engu að síður aðgrein-
ir hann listsköpun sína frá klámiðnaðinum. List sína, sem hann nefndi
efnisaðgerðir (þ. materialaktion), segir Muehl taka öllu slíku fram, enda
„beri táknmyndir hennar af í grimmd, klámfengni, bölsýni, hrottaskap
og glundroða“ og „öfuguggar, klámritahöfundar, geðsjúklingar eru hug-
myndasnauðir í samanburði“.36 Hann lýsir því jafnframt yfir að þótt hann
hafi ekkert á móti hugtakinu, sé klám „fyrst og fremst framleitt sem versl-
unarvara, sem sagt ódýr erótík án gæða“, er sé keypt af „veiku fólki“ og
„broddborgurum“;37 þegar hann búi til klám geri hann það aftur á móti
32 Sama rit, bls. 60.
33 Afþreyingarkvikmyndir voru táknaðar sem „sorp“ og erótískar kvikmyndir sem
„soramyndir“. Umræðan sneri ekki eingöngu að siðgæði heldur var hún um leið
viðbragð við fjöldamenningu og snerist einkum um hvernig vernda mætti börn og
unglinga fyrir siðspillandi menningarafurðum. Sjá Edith Blaschitz, Der „Kampf
gegen Schmutz und Schund“. Film, Gesellschaft und die Konstruktion nationaler Identität
in Österreich (1946–1970), Vín og Berlín: LiT, 2014.
34 Kvikmyndinni var leikstýrt af Eddy Saller. Muehl og gjörningahópur á hans vegum
framkvæmdu aðgerð sem sést í myndinni.
35 Tímaritið var stofnað í Amsterdam árið 1969 en á meðal ritstjóra og starfsfólks
voru Jim Haynes, William Levy, Willem de Ridder, Lynne Tillman, Heathcote
Williams, Jean Schrimpton og Germaine Greer. Greer var ein af meðstofnendum
tímaritsins en hún er annarrar bylgju femínisti og betur þekkt sem höfundur The
Female Eunuch (Kvenkyns geldingurinn, 1970).
36 Otto Muehl, „materialaktion“ [1964], Otto Muehl. Leben / Kunst / Werk. Aktion,
Utopie, Malerei 1960–2004, bls. 55–58, hér bls. 56.
37 Hilde Schmölzer, Das böse Wien der Sechziger. Gespräche und Fotos, Vín og Búdapest:
mandelbaum, 2008 [1973], bls. 148.
SólveiG GuðMundSdóttiR