Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 166
165
Öðru fremur vekur hér athygli að í lýsingu Guðmundar á hugmyndum
Fechners má greina skýran enduróm af kenningunni um „samúðarskiln-
inginn“, sem gegndi lykilhlutverki í skrifum íslenska heimspekingsins á
sviði fagurfræði og sálfræði.167 Ekki þarf að leita langt yfir skammt til
að draga línur frá lestri Guðmundar á Fechner til skrifa hans um fagur-
fræði. Í ritinu Frá sjónarheimi fullyrðir hann ekki aðeins að Fechner hafi
lagt „grundvöll að vísindalegum tilraunum í sálarfræði og fagurfræði“,168
heldur gegna verk Fechners og raunbundnar tilraunir hans með skynjun,
sem leggja grunninn að því rannsóknasviði sem Fechner kenndi við „sál-
eðlisfræði“ (þ. Psychophysik),169 einnig meginhlutverki í kafla Guðmundar
um gullinsnið. Samúðarskilningurinn var meginviðfangsefni í skrifum
íslenskra menntamanna á sviði fagurfræði í upphafi annars áratugarins og
til að skilja betur það veigamikla hlutverk sem vísindalega ígrunduð dul-
speki Fechners gegndi í því samhengi er gagnlegt að grípa niður í grein
eftir Ágúst H. Bjarnason, þar sem hann leitast við að skýra hneigð manns-
ins til samúðar með hliðsjón af kenningum franska „skáldspekingsins“
Jeans-Maries Guyau:
Hlutirnir og hinar lifandi verur hafa áhrif á okkur fyrir hreyfingar
þær, sem frá þeim stafa. Hreyfingar þessar valda jafnan einhverjum
samsvarandi taugahræringum í okkur; en fyrir þessar taugahrær-
167 Um kenninguna um samúðarskilning og mikilvægt hlutverk hennar í íslenskri
menningarumræðu, sjá Ólafur Rastrick, Háborgin. Menning, fagurfræði og pólitík í
upphafi tuttugustu aldar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2013, bls. 57–67. Sjá einnig
Jóhann Hauksson, „William James og Henri Bergson“, Hugur ræður hálfri sjón.
Um fræðastörf dr. Guðmundar Finnbogasonar á fyrri hluta aldarinnar, ritstj. Jóhann
Hauksson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1997, bls. 21–28 og Jörgen L. Pind, Frá sál
til sálar. Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 2006, bls. 285–296.
168 Guðmundur Finnbogason, Frá sjónarheimi, Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar, 1918, bls. 35. Umfjöllun Guðmundar byggist að mestu á riti Fechners
Vorschule der Ästhetik (Forskóli fagurfræðinnar, 1876).
169 Lykilrit Fechners um sáleðlisfræði kom út í tveimur bindum árið 1860 og var ætl-
að að setja fram „nákvæma kenningu um gagnkvæmt samband líkama og sálar og
almennar um slíkt samband á milli hins líkamlega og hins andlega, hins efnislega
og hins sálræna heims“. Gustav Theodor Fechner, Elemente der Psychophysik, 1.
bindi, Leipzig: Breitkopf und Härtel, 1860, bls. 8. Um kenningar sáleðlisfræðinnar
og sögulegt samhengi þeirra, sjá Þorvaldur Sverrisson, „Um varðveislu hugarork-
unnar. Brot úr sögu sálfræði, eðlisfræði og sáleðlisfræði 19. aldar“, Er vit í vísindum?
Sex ritgerðir um vísindahyggju og vísindatrú, ritstj. Andri Steinþór Björnsson, Torfi
Sigurðsson og Vigfús Eiríksson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996, bls. 95–127, hér
einkum bls. 115–125.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“