Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 216
215
þegar hann væri í því ástandi. Hann virtist í raun skynja að ákveðin form
væru svo yfirþyrmandi nauðsynleg að hann gaf sjálfum sér fyrirmæli – „En
hornin verða að vera þung!“ – háum rómi.74 Hann skýrði hina innri þörf
listilega í Über das Geistige in der Kunst (Um hið andlega í listinni, 1912).75
Listsagnfræðingar hafa yfirleitt nálgast karlkyns listamenn sem upplifa
annarlegt ástand og heyra raddir við listsköpun á annan hátt en kvenkyns
listamenn sem upplifa hið sama. Karlmanninum er ávallt eignuð geranda-
hæfni hvort sem hann er í annarlegu ástandi, á í dulrænu sambandi við
æðri verur eða er undir handleiðslu látinna ættingja (t.d. William Blake,
Rainer Maria Rilke og Victor Hugo).76
Ég vil undirstrika að listafólk sem upplifði annarlegt ástand og heyrði
raddir við listsköpun túlkaði slíkt ef til vill sjálft á annan hátt en sam-
tímafólk þess af hinu kyninu gerði vegna kynjaðra menningarviðmiða á
viðkomandi tímabili. Listafólk af hvoru kyni sem er kann að hafa upp-
lifað „innri spennu“ og angist við að mála algjörlega ný form, línur og liti.
Tilgáta mín er sú að þegar listamaður á borð við Kandinskij heyrði rödd
sem gaf honum fyrirmæli um hvernig skyldi mála horn, hafi hann túlkað
þessa rödd sem sína eigin, en listakona eins og af Klint – sem hafði, í menn-
ingarlegu umhverfi sínu og í Akademíunni, verið innrætt að hún væri ekki
fær um að skapa eitthvað úr engu – hafi aftur á móti túlkað slíka rödd sem
gaf fyrirmæli sem utanaðkomandi. Á svipaðan hátt kann listamaður sem
hefur tileinkað sér þá hugmynd að hún, sem kona, sé hreinlega ekki fær
um frumsköpun eða róttækni í sköpun einnig að hafa talið einu trúverð-
ugu túlkunina vera þá að eigna snilldar-innblásturinn karlkyns veru eða
öflum – en þetta eru, enn sem komið er, aðeins getgátur af minni hálfu.
Þetta gæti átt við um leiðarandann „Léopold“ (í tilviki Hélène Smith) eða
opinberun (karlkyns) snilligáfu sem byggir á sterkri karllegri hlið persónu-
leika viðkomandi, sem stafar svo aftur af samkynhneigð viðkomandi (t.d. í
tilviki Gertrude Stein).77
74 Kandinskij fjallar um verk sitt, Improvisation no. 30 (Canons) (1913), í bréfi frá 1913
eða 1914 til safnarans Arthur Eddy, en hinn síðarnefndi leyfði prentun þess í ritinu
Cubists and Post-Impressionism, Chicago: McClurg, 1919 [1914], bls. 125–126.
75 Wassily Kandinsky, On the Spiritual in Art, ritstj. og þýð. Hilla Rebay, New York:
Solomon Guggenheim Foundation, 1946 [1912], hér einkum bls. 55.
76 Sjá Sheila A. Spector, „Blake, William“, Dictionary of Gnosis and Western Esotericism,
1. bindi, bls. 173–177 og Gísli Magnússon, Esotericism and Occultism in the Works of
the Austrian Poet Rainer Maria Rilke. A New Reading of His Texts, New York: Edwin
Mellen Press, 2014.
77 Chris Coffman, „Visual Economies of Queer Desire in Gertrude Stein’s The
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA