Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 146
145
samstilltu jarðefni, sem heita maður“ (486) – að „draumþega“ og hann
öðlast hlutdeild í reynslu „draumgjafa“ (461) eða veru á öðrum hnetti. Í
draumum getum við því safnað upplýsingum um lífið í alheiminum með
beinum athugunum og „þar sem alt hafði áður verið hugarburður og
þoka“ verður nú „óbifanleg undirstaða“ hinna nýju vísinda (460). Drauma
má þannig skýra með kenningunni um „vitmagnan“, sem Helgi skilgreinir
sem „magnan af annarlegu viti“ og felur í sér að „meðvitund annars kemur
fram í hinum sofandi heila“ (265). Þetta sérstæða skref, sem virðist fela í
sér einskonar þekkingarfræðilegt stökk, sprettur í raun af skuldbindingu
Helga við heimsmynd og aðferðafræði vísindalegrar raunhyggju. Þannig
útlistar Helgi hvernig hann hafi leitað skýringa á því, hvers vegna við
getum séð „í svefni sýnir, sem enginn getur augum litið á þessari jörð“
(461). Skýringin sem hann finnur, sem „er ekki tilgáta, heldur uppgötvun,
undirstöðusannleikur“ (454), er sú að draumurinn sé ekki annað en skynjun
eða raunbundin reynsla, dreymandinn eða nánar til tekið „draumgjafinn“
einfaldlega „sér slíkt þar sem hann er“ (461). Þar sem sýnirnar miðla ekki
fyrirbrigðum þeirrar jarðar sem við þekkjum, blasir við að dreymandinn
eða nánar til tekið „draumgjafinn“ getur ekki heldur verið á þessari jörð –
og hér komum við að hinu þekkingarfræðilega stökki nýalsspekinnar, sem
helgast af því að aðrar skýringarleiðir en leið reynsluvísindanna eru útilok-
aðar: úr því dreymandinn er ekki á þessari jörð, „þá hlýtur hann að vera á
einhverri annari“ (461).93 Það sem við skynjum hlýtur að vera til, það sem
árum, sem eru milli ritgerða Aristoteles og Bergsons, hefir engin framför orðið í
skilningnum á eðli drauma“ (446).
93 Í aðdraganda lýsingarinnar sem hér er vitnað til dregur Helgi, á athyglisverðan hátt,
fram tengslin við fyrri rannsóknir á sviði jarðfræði, auk þess sem hann nefnir lestur
sinn á verkum Schopenhauers: „Rannsóknir þær, sem leiddu til þess, að eg réð þá
gátu, sem hefir verið kölluð Palagonitformation, byrjuðu á því, að eg uppgötvaði
líkingu. Ég sá að Palagonitbreccian er lík jökulurð. Þessi sami hæfileiki til að sjá,
hvað er líkt, og hvað ólíkt, leiddi til þess að eg fór af alvöru að rannsaka eðli drauma.
En þó var það þar, uppgötvun á mun, sem var fyrsti aðalviðburðurinn í rannsóknum
mínum. Haustið 1901 hafði eg af talsverðri alvöru farið að lesa rit Schopenhauers,
spekings, sem eg á mjög mikið að þakka. Og með hans tilstyrk var það, sem athygli
mín vaknaði fyrst á þeim eftirtektarverða mun, sem er á svefn vitund og vökuvitund“
(450). Í eldri grein ræðir Helgi hugmyndir Schopenhauers um „draumsjón“ er sé
frábrugðin hefðbundinni sjón í meginatriðum. Helgi Pjeturss, „Á annari stjörnu“,
Ingólfur, 12. júlí 1914, bls. 106–107, hér bls. 106. Sjá lykilrit þýska heimspekingsins
um sérstæða skynjun draumsins: Arthur Schopenhauer, Versuch über das Geistersehn
und was damit zusammenhängt [1851], Werke in fünf Bänden, 4. bindi: Parerga und
Paralipomena I, ritstj. Ludger Lütkehaus, Zürich: Haffmans Verlag, 1999, bls.
225–310; sjá einnig Cathrin Nielsen, „„Visio in distans“. Zu Schopenhauers Versuch
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“