Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 206
205
Norðurlöndunum, voru þannig oft viðriðnir spíritisma, Guðspekifélagið
og/eða aðrar dulspekihreyfingar og -hópa, þar með talið hópa sem byggðu
á hugmyndum Swedenborgs og Úspenskijs, hópa sem stunduðu fjölkynngi
og frímúrarafélög. Hið sama gildir um af Klint – en það safn verka hennar
sem var skapað undir handleiðslu anda er einkar athyglisvert þegar horft er
til umfangs þess og tímans sem tók að mála það.
Nánar um Musterismálverkin
Árið 1908 varð hlé á Verki af Klint.55 Hún hóf aftur vinnu við það árið
1912.56 Á árunum 1912 til 1915 málaði hún 82 verk og Verkið náði
loks hápunkti sínum í hinum miðlæga verkaflokki Musterismálverkin.
Altarismyndirnar (Altarmålning, 1915) [sjá mynd 1]. Hann samanstóð af
þremur stórum málverkum og um hann hverfist hið andlega æviverk henn-
ar. Musterisverkunum var ætlað að hanga uppi í musteri sem af Klint sá fyrir
sér sem spírallaga, líkt og kuðungsskel, en þar myndu símjókkandi gangar
hringast sífellt inn á við og leiða að lokum inn í miðlægan helgidóm þar
sem Altarismyndirnar myndu hanga. Þannig má líta á Altarismyndirnar í
senn sem hátind og niðurstöðu þess andlega ferils sem þau 193 málverk
og teikningar sem mynda Musterismálverkin lýsa.57 Altarismyndirnar fyrir
musterið voru ekki málaðar fyrr en undir lok Verksins, sem sýnir að af
of Akseli Gallen-Kallela, ritstj. The Gallen-Kallela Museum, Espoo: The Gallen-
Kallela Museum, 2011, bls. 46–59. Guðspekilegar hugmyndir breiddust út víða um
Evrópu, Bandaríkin og hluta indlands. Í útibúum Guðspekifélagsins voru haldnir
fyrirlestrar, gefin út dreifirit og unnið að heildarþýðingum. Margir betur þekktir
meðlimir ferðuðust og héldu fyrirlestra um allan heim. Að auki voru guðspekihug-
myndir dregnar saman, vísað var í þær og þær endursagðar í ritum sem ekki heyrðu
undir Guðspekifélagið, sem og í kenningasmíð annarra dulspekinga, þannig að
þær náðu eyrum annarra og stærri hópa. Þannig áttu rússneski stærðfræðingurinn
og kenningasmiður fjórðu víddarinnar P.D. Úspenskij (1878–1947) og rússneski
málarinn og guðspekingurinn Nicholas Roerich (1874–1947) stóran þátt í að kynna
guðspekihugmyndir fyrir listamönnum í norður- og austurhluta Evrópu, þ.m.t.
Balla, Kandinskij og Malevitsj. Massimo introvigne, „Theosophy and the Visual
Arts“, bls. 9; Linda D. Henderson, „Mysticism and Occultism in Modern Art“, Art
Journal 1/1987, bls. 5–8.
55 Anna Maria Svensson, „The Greatness of Things“, bls. 21 og 25. Móðir af Klint
þurfti á umönnun að halda. Rudolf Steiner heimsótti listakonuna á þessum tíma
og var ekki jákvæður gagnvart leiðslumálun, en e.t.v. vegur hér þyngst að hún var
algerlega uppgefin.
56 iris Müller-Westermann, „Paintings for the Future“, bls. 42.
57 Anna Maria Bernitz, „Hilma af Klint and the New Art of Seeing“, bls. 591.
Að SJÁ OG SÝNA Hið ÓSÝNiLEGA