Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 233
232
Nú er það auðvitað svo að þessi yfirlýsing birtist eftir að málið komst í
hámæli og hugsanlega mætti halda því fram að tilgangur Vantrúarmanna
með kærunni hafi í raun og veru verið annar en þar kemur fram, nefnilega
sá sem Guðni tiltekur, og að yfirlýsingin eigi að draga fjöður yfir það. Það
getur engu að síður varla talist í samræmi almenn fræðileg viðmið, né
aðferð Chomskys, að rökstyðja það hvergi og að leyfa lesandanum ekki að
komast sjálfum að niðurstöðu um þetta.
Þetta er að vísu ekki eina vísbendingin um hug Vantrúarmanna við
upphaf málsins. Mikilvægari heimild er nefnilega spjallþráðurinn lokaði
sem Guðni vitnar gjarnan í til að styðja mál sitt.21 Hann er mikilvægari
því gera má ráð fyrir að raunverulegur hugur Vantrúarmanna hafi þar
komið fram, þar sem um var að ræða einkasamtal þeirra á milli áður en
kæra þeirra var send Siðanefnd. Þar má finna margar tilvitnanir sem ekki
styðja túlkun Guðna á tilurð málsins þar sem forsprakkar Vantrúar virð-
ast fyrst og fremst lýsa yfir áhyggjum af kennslunni sjálfri og orðspori
Háskóla Íslands. Þeim þykir þó einnig að sér vegið og eru óhressir með
að samhengi orða þeirra fái ekki að koma fram. Þessar samræður þekkir
Guðni mætavel en sér þó ekki ástæðu til að leyfa lesendum að sjá þær. Það
er einfaldlega margt í heimildunum sem veikir rökstuðning Guðna fyrir
fullyrðingum sínum, frekar en styrkir, og það er meira en lítið villandi fyrir
lesendur að hann skuli sleppa að hafa orð á því – án rökstuðnings. Þetta
kallast enn á við þau orð sem ég hafði eftir Jóni Ólafssyni hér í upphafi.
Sá fyrsti sem viðraði þá hugmynd að senda inn kæru til Siðanefndar
HÍ var Óli Gneisti Sóleyjarson, einn af stofnendum Vantrúar. Hann segir:
„Ég mæli með að við sendum þetta til siðanefndar HÍ. Allavega Matti.“22
Þegar hann er spurður af öðrum félagsmönnum hvers vegna, segir hann:
„Af því að hlutirnir eru teknir alveg voðalega úr samhengi hjá honum.“23
Reynir Harðarson, sem þá var formaður félagsins, segir þá: „Ég er móðg-
tiltekna dæmis, það er bara eitt af mörgum en sýnir hversu ósanngjörnum höndum
hann fer um sjónarmið Vantrúarfélaga.
21 Guðni kallar þennan þráð af einhverjum ástæðum gjarnan „leynispjallþráð“ og
er það í sjálfu sér ágætt dæmi um hið gildishlaðna orðalag sem hann leyfir sér að
nota í greinum sínum – sem þó eiga að heita ritrýndar fræðigreinar. Þráðurinn er
„leyni-“ í sama skilningi og öll einkasamtöl. Annað dæmi um þetta er hvernig hann
talar um greinar Vantrúarmanna um málið sem „áróðursspuna“ en greinargerðir
Bjarna sem „hófstilltar“.
22 Óli Gneisti Sóleyjarson, „SBR“, 21:53 1. október 2009.
23 Óli Gneisti Sóleyjarson, „SBR“, 22:01 1. október 2009.
ÁSGeiR BeRG MattHíaSSon